Muninn - 01.04.1993, Page 23
beðið eftir að sjá þig. Þú ert næstum, ég
endurtek, næstum eins yndisleg og
fullkomin skattskýrsla sem skilað er inn
á réttum tíma." Þú sérð, kæri sáli að
*
þetta er alvarlegt mál! Eg meina, ég veit
að það er stundum táfýla af mér og ég
sofna stxmdum yfir Derrick, en fyrr má
nú aldeilis steinrota en steindrepa!
Með von um hjálp,
einn vonsvikinn.
Kæri einn vonsvikinn!
Ég er sammála þér í því að þetta er
virkilegt vandamál. Það sem ég held að
þú þurfir að gera er að vera
skattinnheimtumanninum fremri í öllu.
Þú gætir t.d. boðið konunni þinni upp á
smokka með kóla- eða mintubragði (fást
í apótekum og öllum betri
bensínstöðvum). Sannaðu til, hún
✓
steinfellur fyrir því! I sambandi við
Derrick ráðlegg ég þér að taka Ginsen G
150, en táfýluna verður þú að laga sjálfur.
(Ég vil benda þér á bækurnar „500 holl
húsráð" og „Heimilislæknirinn").
Gangi þér vel,
Dr. Tönn.
Framhald af blaðsíðu 21
synda sinna og taka við gjöf Guðs sem er
eilíft líf í Kristi Jesú. En hvers vegna þarf
að iðrast synda sinna og taka afstöðu til
Guðs? Hvers vegna ekki að taka alla
menn til himnaríkis án þess að spyrja þá?
Guð skapaði mennina fyrir sig til
þess að hann mætti elska þá og vera
elskaður af þeim. ' Hann hefði getað
skapað menn sem elskuðu hann vegna
þess að hann gerði þá þannig og þeir
þekktu ekkert annað. En fyndist þér þú
elskaður/elskuð nema þú vissir að
viðkomandi hefði kosið að elska þig?
Myndir þú njóta þess að heyra vélmenni
segjast elska þig, vitandi það að það
segði þetta aðeins vegna þess að þú
✓
hafðir forritað það þannig? Eg held ekki.
Af þessari ástæðu skapaði Guð manninn
með frjálsan vilja til að maðurinn gæti
kosið að elska Guð eða hafnað honum.
Kristin trú er því einfaldlega trú á
Jesú Krist. Trú á hfandi, almáttugan og
persónulegan Guð. Kristin trú er ekki
siðir, hefðir og mannasetningar. Hún er
heldur ekki einungis trú á að Guð sé til,
heldur er hún samfélag við lifandi Guð.
Þú sem lest þetta og þyrstir eftir
endurlausn og þráir að tómið í hjarta
þínu verði fyllt. Jesús dó til þess að geta
fyllt þetta tóm. Hann hefur opnað
leiðina til sigurs fyrir þig. Hann er
uppspretta alls lífs og hann elskar þig.
Hann þráir að þú takir við honum til
þess að geta sýnt þér hversu mikið hann
elskar þig. Jesús sagði: „Ég er brauð
lífsins. Þann mun ekki hungra sem til
mín kemur. Og þann aldrei þyrsta sem á
mig trúir."
BirkirM. Kristinsson, l.A
MUNINN
23