Muninn - 01.04.1993, Blaðsíða 25
á milli okkar til þess að týna ekki hver
annarri. Loks sáum við óljóst glitta í
eitthvað dökkt fyrir framan okkur. Við
börðumst áfram uns við rákum hausana
í eitthvað hart. Þá uppgötvuðum við
okkur til mikils léttis að við höfðum
villst af leið og vorum nú komnar að
Fálkafelli. Við fórum inn í skálann og
ákváðum að láta Súlnaferðina bíða betri
tíma. Þar drukkum við kakóið okkar og
borðuðum nestið og biðum þess að
veðrið skánaði. Eftir dágóða stund létti
til og við komumst heilar á húfi niður í
bæ. Já, þannig fór nú þessi Súlnaferð!
Þann 16. des. var svo ákveðið að fara
á skauta. Það var eins og fyrri daginn,
veðurguðirnir voru okkur alls ekki nógu
hhðhollir. Það var mikill snjóbylur
þennan dag. Þvílík snjókoma hafði ekki
sést í tugi ára. Snjórinn bókstaflega
hlóðst upp og það var orðið erfitt að
ferðast um bæinn. Okkur Signýju fannst
það nú samt skylda okkar að mæta ef
svo ólíklega vildi til að einhver ofur-
hress hefði ákveðið að mæta svo að við
klifruðum upp í jeppann og ókum af stað
niður á svell. Er við komum þangað var
okkur farið að verða ljóst að við værum
kannski full bjartsýnar að ætla á skauta í
veðri sem þessu. Enda var svellið lokað
og við hröðuðiun okkur á braut og
dauðskömmuðumst okkar fyrir þá
heimsku að mæta þarna þrátt fyrir þetta
mikla óveður og hlógum mjög að sjálfum
okkur.
Þið sjáið því kæru félagar að við
reyndum! - við höfum ekki setið
algerlega aðgerðalausar. En eins og ég
hef þegar sagt þá erum við staðráðnar í
að hafa tilraunimar fleiri á þessari önn
og þá er bara að vona að veðurguðirnir
verði okkur hliðhollari. Sjáumst heil.
/
Fyrir hönd UTMA,
Ragnhildur, 3. U
8n
Eftirtaldir aðilar styrktu
útgáfu þessa blaðs:
s
Fatahreinsun Vigfúsar og Arna
Hofsbót 4
Brauðgerð Kristjáns Jónssonar
S
Ymir sf. - trésmiðja
Furuvöllum 9
=vli
MUNINN
25