Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 27

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 27
D/EMABLAÐ 5 1/22*^97 Bráðum kemur sumarið með blómin sín fögur í haga Og sólin verður fallegri en sundlaugarvörður með botnlangabólgu í maga Og starfsmenn ríkis og bæja taka gleði sína á ný Og fuglarnir hoppa og tísta upp í ensku tree Og Gunni fær flog, dansar polka og syngur Og kýrnar leika við hvurn sinn fingur Og spastískir kjötiðnaðarmenn taka slátur alla leið út í Kjarnaskóg Og fara svo að glóðarsteikja 38 kílógramma svínabóg Og grænlenskir togarasjómenn fara á Hótel KEA og hrópa: „Æ vant jore seks" Og fara í Landsbankann og kaupa sódastrímtæki og hafrakex Sigurður Högni Jónsson, l.F Höfundur er áhugamaður um fjöruferðir í Bitrufjörð á vegum Hjálpræðishersins. Hún situr ein í hlýlegu herberginu, með krosslagða fætur, hniprar sig undir feldimun og starir út í kolsvarta nóttina. Ef regnið byldi ekki á þakinu, líkt og flakkari sem vitjar heimilis en fær hvergi inni, væri þetta aðeins ein þeirra nátta sem heimurinn kastaði kveðju á hana með ósk um ljúfan draum og hún skakklappaðist í rúmið án nokkurrar sjáanlegrar tregðu. En friðurinn sem í rigningunni felst knýr fram hugsanir. Hver dropi sem fellur er sem þungt og tregablandið tár. Og það streymir niður endalaust. Hver dropi tekur við af öðrum án afláts. Stundum eykst rigningin, verður yfirþyrmandi. Hljóm- fall hennar lokkar að sér allt sem er, togar til sín, en kollsteypist svo inn í biksvart hyldýpi þar sem enginn á sér undankomu auðið. Hvorki lifendur né dauðir. Og er regninu linnir hvíslar vætlandi vatnsstraumurinn að þér sorglegu ljóði um ástina og lífið sem eitt sinn var. Hversu sárt það er að sakna. En nú þegar regnið er horfið á veg allrar veraldar situr nóttin eftir, einmana, köld og lætur lítið yfir sér. Friðurinn sem regnið olli rennur saman við tómið. í herberginu ríkir dauðaþrungin þögn, þangað til stofuklukkunni þóknast að rjúfa hana með þremur slögum. Hún stendur þá upp, lokar glugganum, en staðnæmist fyrir framan hann og sér í honum spegilmynd sína. Hún sér sjálfa sig í nóttinni. Slydda. MUNINN 27

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.