Dýravinurinn - 01.01.1891, Qupperneq 6

Dýravinurinn - 01.01.1891, Qupperneq 6
6 var ágætlega vel uppalinn, enda er hann bæði vitskepna og tnannelskur, en fjör hans og þrek er nú miklu minna enn áður enn hann veiktist. priðji góðhestur minn hjet Jarpur; jeg fjekk hann gamlan hjá Tómasi lækni Hallgrímssyni. Hann var úr Landeyjum, eins og hinn fyrnefndi, og var allra hrossa vakrastur, ramur að afli og frægur sundhestur. Einu sinni kom jeg að sunnan um vetur og heimti ferju frá Laugardælum. f>ótti ferjumönnum áin ófær sökum vaxtar og jakaferðar. Jeg bað þá fara með hesta mína upp að há- holti því, sem er kyppkorn upp með ánni og reka þá þar út í. J>eir báðu mig ábyrgjast og gjörðu semi jeg sagði. J>ótti mjer þá sviplegt að horfa á sundfarir þeirra Jarps og Eyja-Grána. AUs voru hestarnir 4, en þeir tveir fóru fyrir og völdu veginn. Bárust þeir brátt fram á ferju-miðið, og það eins fljótt og hvöt- ustu fuglar, og þegar þar niður fyrir; en þá nálguðust þeir háfaða þá, sem þar taka við og eru langt yíir ófæru. Leizt mjer þá ekki á blikuna; og þá snúa þeir allir við og stefna til baka. Varð mjer nú illa við og taldi hesta mfna alla af. En í þeim svifum snýr Jarpur aptur stefnunni þverbeint austur yfir og syndir ákaflega, en Gráni þegar eptir, og þar næst hinir spölkorn aptar. Komast hinir fremri vel af, en hina aptari bar á jaðar háfaðanna, en það barg þeim, að þeir tóku niðri og óðu í land. Haustið eptir bað jeg vin minn, Bjarna sál. Thorarensen, að skjóta Jarp og hjelt í taum hans á meðan. J>að var fyrir framan hólana í Odda. J>egar jeg kom heim samdi jeg þessar erfivísur cptir Jarp: Verbur ertu víst ab fá vísu, gamli Jarpur, aldrei hefur fallið frá frækilegri garpur. Æskan — hán er örvar-skeib, Eyrarbakka - sljetta; Ellin — hún cr löng og leib leiö um hraun og kletta. Margan fórstu frægbar sprett fákurinn ítur-slingi, því er skylt ab skarpt og sljett skáldin um þig syngi. IJvorki getur lyf nje list læknab hestum elli; sendur varstu í súra vist subur á Rangárvelli. Harmar látinn lífhest sinn læknir Tómás prúbi, fyrstur hann á frækleik þinn og fagra kosti trúbi. Hugbi máske herra þinn hjer sje kraptatungan sú er geti gúbhest sinn gjört. ab nýjn ungan! Hversu marga fremdarför fórstu, kempan rakka, þegar skauzt sem ástar-ör út á fagran Bakka! Nei nei, kostaklárinn minn, krapt minn spottar elli, klár og skáld sú kerlingin keyrir jafnt ab velli. þá var taba, þá var skjól, þá var fjör og yndi, þá var æska, þá var sól, þá var glatt í lyndi. En þó löngu libib vor og lífs þíns glebi væri bar mig aldrei blakkur spor betur en þú, minn kæri.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.