Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 12

Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 12
12 manninn til að koma þar nærri, sem sö brúna hefur verið; hann er hræddur um líf sitt fyrir henni, og er þó alvanur að hirða hross. í>að getur varla leikið nokkur efi á þvf, að þessi vonska skepnunnar við þennan eina mann, stendur f sambandi við það, sem hann gjörði hjer um bil heilu ári áður, því að hún hefur aldrei annars lagt til nokkurs manns, þó að ókunnugir hafi komið inn í húsið til hennar, og aldrei fyr amast við þessum manni. J. þ. reiðhestur síra Pjeturs Jónssonar á Valþjófsstað. Nú er þinn gófti Fífill fallinn, íimlega stje hann sjerhvert spor, jeg hugsa þd saknir hans vi& stallinn, úr högunum þegar keinur vor; sumar og vetur samreib í saknar þú hans, jeg veit af því. Eins og grösum á grænum haga glúir bjartara fífillin, eins bar í samreiö alla daga af öllum hestum Fífill þinn. Hver sem ei fegurb Fífils sá at) fífli varb hann sjálfur þá. En faríiu ekki a& syrgja hann fíflalega, því fíflin geta a& því hæ&st, einn fífil skyldi enginn trega, einn fífill getur manni bæzt. Sinn fífil missa sjerhver á svo rnundir þú ei komast hjá. Páll Ólafsson.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.