Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 22
22
Glói.
heí' jafnan átt fjárhunda í betra lagi, en einn þeirra bar þó langt af hin-
um öllum og skal jeg því geta hans hjer að nokkru. Hundur þessi var
gráflekkóttur, bíldóttur kringum hægra augað og hægra eyrað slapti, vinstri vanginn
hvítur; svo var liann mjallhvítur aptur á bóga, íslenzkur að kyni, í stærra með-
allagi á vöxt, hálsdigur, bógamikill og snögghærður; hann var kallaður Glói.
Fjárhundur var hann svo góður, að hann gjörði hvað sem lionuin var sagt. Hann
rak fjeð eins hart eða hægt eins og maður vildi, og það hvort fjárhópurinn hljóp
á brekkuna eða undan, eða þó yíir vatnsföll væri að fara; hann var og mjög
laginn að fara fyrir fje og færa manni það hvert sem maður vildi; sömuleiðis
þurfti jeg ekki aðra enn hann mjer til hjálpar, til þess að koma lömbum á stekk
um fráfærur, en opt mæddist hann á þeim leik.
Stundum bar það við að jeg hafði engan samferðamann, er jeg fór kaup-
staðarferð á haustin með fje og hesta; þó lagði jeg af stað, og rak sjálfur hestana,
en ljet hann koma með kindurnar á eptir og allt gekk vel; allt sem jeg niissti
eða fleygði sótti hann og færði injer, hvort það var stórt eða smátt; þannig sótti
hann ætíð annað skíðið mitt, er jeg missti það í kafaldsbyljum á fjöllum uppi,
annaðhvort í ófær árgil eða eitthvað undan brekku.
Harður þótti hann í horn að taka ef í hann seig og enginn sem þekkti
liann, mundi hafa kært sig um að hafa ofbeldi í frammi við mig, en þó jeg vildi
tuskast við einhvern í gamni, þurfti ekki annað enn skipa lionum að sitja hjá og
gegndi Iiann því þá þegar; helzti ókostur hans var sá, að hann ljet ófrýnilega við
gesti, þó beit liann ekki, nema ef átti að slá hann, en þá sótti hann að því
ákaíar; en færi gesturinn að kjassa hann, færðist hann fjær og vildi ekki eiga
undir slíkum fleðulátuin; en vegna þess hann skildi aldrei við mig, var jeg jafnan
við höndina, til þess að hasta á hann, hvenær sem liávaði heyrðist og liætti hann
þá fljótlega.
Eitt sinn var það að vinur minn kom að heitnsækja mig og gisti hjá
mjer náttlangt; hann hafði gainan af að erta seppa upp, til þess að sjá hvað
vondur hann gæti orðið; í baðstofunni var autt rúm, með nokkrum ijalarimlum í
botninuin langsetis; hann tekur einn af rimlum þessuin og otar að seppa; hinn
þrífur í endann og þeir togast á og dregur hvorugur af öðrum, og var þó maður
þessi góður meðalmaður að burðum. Seppi rykkir á og færir sig um leiö smátt
og smátt upp eptir fjölinni, þar til hann er kominn svo nærri höndum mannsins,
að hann þori ekki annað enn sleppa, en seppi kemur með fjölina og snarar henni
fyrir fætur mjer, hleypur svo til baka, og þá er gesturinn búinn að fá sjer aðra
og fór nú viðureign þeirra á sömu leið, unz rúmbotninn var búinn; en á meðan
seppi færði mjer síðustu fjölina, skauzt vinur minn í læst hús, sein var undir
baðstofuloptinu, en seppi komst ekki nema að hurðinni og gelti þar ákaft; talaði
jeg þá til hans og stillti hann.
\