Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 23

Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 23
23 Við börn var Glói mjög meinlaus; jeg átti dreng á óvita aldri og ljek hann sjer opt við seppa, togaði i eyrun á honum, fór upp í hann með hendinni, kleip í tunguna á honurn, potaði fingrunum í augun o. s. frv. Seppi fitjaði upp á, en beit hann þó aldrei. Heimili mitt var iengi á Heiðarseli í Tungu, austanvert við Heiðarenda; þar heitir Lágheiði fyrir utan og neðan. Frá Heiðarseli er langt til allra bæja og má því kalla talsvert, landrými á Lágheiði. pegar hart var á vetrum upp til jökla, bar það opt við, að hreindýr runnu út alla Fljótsdalsheiði og út af Heið- arenda og ofan um Lágheiði; þá streymdu þangað menn úr öllum nærliggjandi sveitum, sumir með hunda, en sumir með byssur, til þess að reyna til þess að ná sjer dýri. Einstöku skyttur höfðu talsvert úr bítum, en fæstir, sem hunda brúkuðu. En með því hundur minn var bæði grimmur við stórgripi, þrekmikill og einhver sá fljótasti sem jeg hef sjeð hlaupa, þá fór jeg að freista hamingjunnar og tókst það svo, að hann hafði dýr þegar á fyrsta spretti. Sú varð löngum reyndin á, þegar margir voru á veiðum, að hver spillti íyrir öðrum. f»að bar líka stundum við að einhver nágranni minn var þar nær staddur, sem seppi var búinn að ná dýri; nágranninn fer þangað og hugsar gott til veiði, en þegar Glói sjer að maðurinn er ókunnugur, yfirgefur hann dýrið og labbar burt; þó hinn fari að siga, lætur seppi sem iiann heyri það ekki, en dýrið hleypur þá burtu leiðar sinnar; granni minn hefur ekkert og jeg tapa lfka af hans völdum þennan daginn, þvf jeg hafði komizt að því, að ávinningslaust var að ætla hundinum meira enn einn sprett á dag. þessvegna tók jeg upp á því, með því jeg var 2*

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.