Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 25

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 25
25 Um Mósa Jóns umboðsmanns. t pt hefur þaö heyrzt, að hestar hafi vit fyrir mönnum og mörg eru dæmi þess hvernig þeir hafa tekiö ráð af mönnum og þá jafnframt bjargað eigendum sínum úr mannháska og villum. Til hins eru færri dæmi, að það komi fram í hestum að þeir sjeu forspáir, eða, sem maður segir, að í þá leggist eitthvað öorðið. — Jdn Johnsen á Stóra-Armóti, sem var settur sýslumaður og umboðs- inaður f Árnessýslu átti inósóttan hest, frá Páli bónda í Haukadal, föður Sigurður, er lifir enn og býr í Haukadal, mesta gæðing, sem aldrei hafði þurft að hafa svipu við frá tamningu. Mánuði eptir veturnætur 1843 ætlaöi Johnsen á Mósa sínum upp á Skeið, en þegar hann var stiginn á bak og ætlaði að ríða úr hlaði, stendur Mósi kyr og hreifir sig ekki, hvernig sem að honum er Iátið, og þekkti það enginn maður að hesturinn væri staður. Hann Ijet fyrst undan við þriðja svipuhögg og þaut þá sem elding út úr túninu. petta þótti mikil nýlunda, og mælt er að konu Jóns, Höllu Magnúsdóttur, hafi fundizt svo mikið um það, að hún 11811 gengið inn í bæ og grátið, og hafi þá þegar komið fram hjá henni grunur, að eitthvað mundi koma fyrir mann hennar í ferðinni, sem og varð. f>egar Johnsen hafði lokið erindi sínu á Skeiðunum, leggur hanrt krók á leið sína, sem hann ekki hafði gjört ráð fyrir, þegar liann fór að lieiman og brá sjer austur yfir fjórsá, sein var á ís; en á heimleiðinni um kvöldið í tungls- ljósi lenti liátin í vök og druknuðu þeir þar báðir hann og Mósi. Lík hans fannst þannig, að sá á taglið á Mósa, frosið við skörina, en Johnsen fastur við ístaðið. Engar frjettir komu um þetta heim að Ármóti fyr enn síra Sigurður Thorarensen, prestur f Hraungerði, kom að segja Höllu lát manns liennar, og er þá sagt, að hún hafi, að fyrra bragði, sagt honum hvaða frjettir liann liefði að færa. Sögu þessa sagði mjer cand. med. Kristján Jónsson • frá Stóra-Ármóti, dóttur-sonur Johnsens. þórhallur Bjarnarson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.