Dýravinurinn - 01.01.1891, Qupperneq 34
34
Fátæka ekkjan varð mjög felmtursfull er hinir skrautbúnu höfðingjar
keisarans koinu inn til hennar, og það datt algjörlcga ofan yfir liana þegar þeir
spurðu hana um hvað hún hefði gefið til kirkjunnar.
„Jeg hef ekkert af að gefa, eins og þið getið sjeð sjálfir, og jeg veit
heldur ekki neitt um það, að nafn mitt hafi verið skrifað uppi yfir kirkjudyrunuin
í stað keisarans“.
Erkibiskupinn sneri sjer þá að konunni og bað hana að hugsa sig
vandlega um, hvað hún hefði gjört.
Konan f'jell þá á knje ög sagði grátandi og skjálfandi:
„Jeg get ekki talið það, það er svo lítið. Jeg gat ekki horft á það
hvað uxarnir, sem drógu marmarahellurnar hjerna upp brekkuna urðu að taka
mikið út af því vegurinn var svo vondur, svo tók jeg hálminn úr rúminu mínu
og allan annan hálm, sem jeg fann og flutti hann niður á veginn, svo skepnunum
veitti ekki eins örðugt og áður að komast upp brekkuna. Jeg hef ekkert annað
gjört, og ef þetta er rangt gjört þá vona jeg að keisarinn fyrirgefi mjer“.
feirn fannst öllum mjög mikið til um orð fátæku konunnar, og lofuðu
brjóstgæði hennar og hjartagæðsku; erkibiskupinn ljet múnka sína skrásetja
sögu þessa og er hún því til enn fram á þennan dag, þó kirkjan sje fyrir löngu
síðan orðin tyrkneskt bænahús.
„Sælir eru miskunsamir, því þeir munu rniskun hljóta“.
Benedicte Arnesen-Kall.
Rakki.
Sá er nú meir en trdr og tryggur
met) trýnib svart og augun blá,
fram á stnar lappir liggur
lfki bóndans hjá.
Hvorki vott nje þurt, hann þiggur
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Ef nokkur líkib snertir, styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Til daubans er hann dapur og hryggur
dregst ei hurt frá köldum ná,
og hungurmorha loks liann liggur
líki bóndans hjá.
Grímur Thomsen.