Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 38
38
Á ýmsan annan hátt geta hestar orðið illir og styggir. J>að er eigi
óvanalegt, að tamdir hestar verða allt í einu styggir, og er það vanalegast
mönnunum að kenna. J>eir ríða hestunum illa, berja þá og kippa í taumana;
eptir þessu man hesturinn og vill því eigi láta ná sjer.
f>etta er ritað til þess að vekja athygli þeirra, sein eiga hesta eða temja
þá, á því hvers þeir eigi að gæta og hvað þeir eigi að varast. j>egar hestar eru
orðnir hrekkjóttir, er áríðandi að vara menn við þeim, en ekki batna þeir við
högg eða ilia meðferð. Opt leggja skapvondir eldishestar niður hrekkina, el'
þeim er sýnt blíðlyndi og þýð meðferð.
Ef hestar hafa einhvern af þeim göllum, sem þegar hafa verið nefndir,
er bezt að korna þeiin til manns, sein er gætinn og skynsamur, og þykir vænt
um hesta; verður hann þá að annast hestana að öllu leyti. Heppilegasta að-
ferðin við þá er, að fara vel að þeim, klappa þeim, tala hlýlega til þeirra, og
gefa þeim við og við eitthvert sælgæti, ef þeim þykir það gott; þá mun hesturinn
brátt leggja af hrekkina og hænast að manninurn. Vissar reglur er hjer ekki
hægt að gefa; þeir, sem vit hafa á hestum, þekkja bezt, hvað við á í hvcrt
skiptið. Um fram allt þarf að hafa þolgæði og umburðarlyndi við þá.
T. G
Kötturinn og erfinginn.
JÖgj'nsk kona, að nafni Knight, segir frá því í æfisögu sinni, er hón sjálf hefur
ritað, að gömul kona á Irlandi átti ættingja einn, er var málfærzlumaður,
og hafði hún arfleitt hann að öllum eigum sínum. f>essi gainla kona átti kött
einn, er henni þótti mjög vænt um; vildi hann jalnan vera hjá henni og þegar
hón andaðist íjekkst hann ekki til að fara frá líkinu. Erfðaskráin var lesin upp
í herbergi einu við hliðina á því, er líkið var í. þegar dyrnar voru opnaðar,
rjeðist kötturinn á erfingjann og hringaði sig svo fast utan um háls hans, að
naumast var hægt að ná kisu burtu þaðan.
Átján inánuðum síðar dó maðurinn, og meðkcnndi á banasænginni, að
hann hel'ði ráðið frændkonu sinni bana til þess að ná sem fyrst í arfinn.
•sr-ö-ss1--'