Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 40

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 40
með hevi í, í eldhúshorninu og gekk að því vísu, að móðirin mundi vifja þeirra þangað, en hún kom hvorki um nóttina nje næsta morguninn eptir; þegar leið fram á daginn fóru ketlingarnir að ýlfra og bera sig illa, var því farið að leita að kisu; fannst hún þá dauð í veggholu þeirri, er hún áður hafði haldizt við í. Hjer liggur næst að halda, að kisa hafi fundið á sjer, að dauðinn nálg- aðist; hefur hún trúað konunni fyrir ketlingunum, og viljað biðja hana að annast þá, þegar hún sjálf gat ekki lengur sjeð um þá. Saga þessi er áreiðanleg og sönn, en tilgangurinn með því að segja hana er sá, að vekja athygli manna á einum viðburði af mörgum, sem eru fallegir og óskiljanlegir hjá dýrunum. Vinátta milli hunds og hests. Trðrofessor Schutzenberger hefur ritað eptirfylgjandi sögu í frakkneskt rit eitt; hún er sönnun fyrir hyggindum hjá dýrum. Maður nokkur átti matjurtagarð; í garðinum stóð karfa með gulrófum í, og tók hann eptir því, að farið var að hverfa úr körfunni. Hann sagði um- sjónarmanni garðsins frá þessu, en umsjónarmaðurinn skildi eigi í hvernig þessu veik við og lofaði að gæta betur að. Eptir litla stund, sá hann að hundur nokkur gekk að körfunni, tók eina gulrófu og bar hana inn í hesthús. f>etta þótti honum kynlegt, því að hundar jeta eigi gulrófur. Kom það þá í ljós, að vinátta inikil var rnilli hundsins og hests sern var í hesthúsinu; hundurinn lá þar á nóttunni. Seppi færði hestinum stolnu rófuna með ýmsum vinalátum og tók hesturinn fegin- samlega við henni; ekki sást það, að hann iðraðist gjörða sinna. Umsjónarmað- urinn ætlaði að berja hundinn en húsbóndinn bannaði honurn það, og bað hann að halda áfram að líta eptir hundinuin. En svo fór að lokum að allar gulrófurnar hurfu úr körfunni. f>að leit svo út, sem að hundinum væri sjerstaklega vel viö þennan eina hest, því að hinir hestarnir, sem voru í sama húsinu, fengu ekkert af gulrófunum.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.