Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 42
42
Góð meðferð á skepnum er heiður og hagnaður.
áir dagar líða svo að ekki standi f útlendum blöðum, að einhver hafi orðið
fyrir fjárútlátum eða hegningu fyrir úmilda meðferö á skepnum, einkum
hestum. Hjer skal sýnt iítið sýnishorn af því:
„Vagnstjóri einn úk í gær eptir T — götu; vagninn var þungur
og hála-svell á götunni, svo hesturinn hikaði sjer að draga vagninn. Vagnstjórinn
batt þá 4 þuml. nagla í svipuúlina og barði hestinn sein úðast, en rjett í því kom
lögregluþjúnninn að, og tók vagnsfjórann með sjer á lögreglustofuna; mun hann
þar fá að bæta að maklegleikum fyrir fúlmennsku sína“.
„Lögregluþjúnarnir túku í gær þrjá vagnstjúra með sjer á lögreglustofuna
fyrir illa meðferð á hestum; einn hesturinn hafði sár undir vagnstöngunum, tveir
voru haltir og magrir. Vagnstjórarnir og eigendur hestanna voru allir dæmdir
til ríflegra fjárútláta“.
,.J gær tók lögregluþjón vagnstjúra fyrir misþyrming á hesti. Hosturinn
var staður og vagnstjórinn hafði liaiið hestinn um fæturna ineð trjeskúm“.
„Lögregluþjónn í B—götu túk eptir því í gær að vagnstjúri einn hafði
haltan hest, fyrir þungum vagni. Maðurinn var sektaður“.
dag sá lögregluþjúnn draghaltan hest ganga fyrir vagni í S—götu;
hann Ijet strax leysa hestinn frá vagninutn og aka honuin með öðrnm vagni, á
kosfnað eigandans, til dýralækninga-skólans. Kaupmaðurinn, sem ljet brúka svona
halfan hest, verður sjálfsagt dæindur til fjárbóta, ásamt vagnstjúranuin“.
„Vagnstjúri einn fór í gær inn í veitingahús í F—stræti, og varð þar
svo skrafdrjúgt við kunningjana, að hesturinn varð að standa í 2 klukkatíma fyrir
vagninum í hörðu frosti og var farinn að skjálfa þegar lögregluþjónn kom þar að.
Hann ljet leysa hestinn frá vagninum og flytja í hlýtt hesthús, en vagnstjórann
túk hann með sjer á lögreglustofuna til sekta“.
„Máli fyrir illa meðferð á skepnum hefur nýlega verið skotið til yfir-
rjettar bæjarins. Málið er þannig vaxið að 26. júlí næstl. hafði slátrari N. N.
ekið í vagni sínum 11/2 mílu; hesturinn sein gekk fyrir vagninuin var heilbrygður.
en við hlið hans var bundin 10 ára gömul hryssa, sein var veik í fæti og átti
að flytjast til slátrunar. Slátrarinn fúr greitt og barði nokkruin sinnutn bæði
hrossin. — Yfirrjetturinn sfaðfesti undirrjettardúminn. Slátrarinn var dæmdur í
50 kr. sekt, eða 8 daga einfalt fangelsi“.
„Nautahirðir ralc í gær kú á undan sjer í N — götu. Lögregluþjónninn