Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 48

Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 48
48 og kölluðu þetta athæfi verstu þrælinennsku. voru fæstir þeirra, sem ekki höfðu heyrt um, eða sjeð, hordauða á sauðfje og hrossum í nágrenninu, en ekki kom þeim til hugar að það athæfi væri þrælmennska; þeiin fannst, þetta ekki annað enn óhapp eða ráðleysi eigandans. Svona er VU.I1ÍI1I) voldugur drottinn yfir hugsunum manna. •» * * „Og ekki held jeg fjeð drepist11 sagði maður nokkur við mig í vor- áfelli. Tildrögin voru þesssi: Jeg fór af Seyðisfirði á vordegi suður í Breiðdal; flestir voru að rýja geldlje sitt; veður var hlýtt og fjenu hafði almennt verið sinalað deginum áður. Jeg var einn dag á fundi í Breiðdalnum og hjelt svo til baka daginn eptir; var þá komið bálviður á norðan og um kvöldið var krapahríð. Nýrúna fjeð hýindi skjálfandi í hverri laut og gróf sem það náði í, og bar sig hörmulega. j>egar jeg reið um hlaðið á einuin bæ, sagði jeg við bóndann: ,.|>að var mikið óhapp að þið skylduð vera nýbúnir að taka ullina af aumingja skepnunum, þær taka svo mikið út í þessu veðri“. „Ekki lield jeg þær drepist, jeg held þær tóri af,“ svaraði hann kalt og tilfinningalaust, rjett.eins og hann væri að tala um tilíinningalausan hlut, pál eða reku. Jeg segi ekki sögu þessa sveitinni eða manninum til hnjóðs, heldur af því injer l'annst þetta talað út úr hjarta meiri hluta fslenzku þjóðarinnar, eptir þvf sem skoðunarhátturinn hefur verið til skamms tíina. Nú er þetta að lagast,, en áður var sú skoðun allt of almenn, að skepnurnar væru rjettlausar og það skipti mestu að lífið tórði í þeim, svo eigandinn yrði ekki fyrir miklu efnatjóni; hvort skepn- unum leið vel eða illa var minna um vert. j>að má skipta mönnum í þrjá Ilokka eptir skoðunarhætti þeirra á skyldum þeirra við skepnurnar. I fyrsta og bezta llokkinum eru þeir, sem fara vel með skepnurnar bæði af mannúð við skepnurnar og hagsvon fyrir sjálfa sig. 1 öðrum ílokki eru þeir, sem fara þolanlega með skepnurnar, eingöngu af hagsvon fyrir þá sjálfa. Og í þriðja og versta hópnum eru þeir, sem hvorki liugsa um sinn hag eða tilfinningu skepnanna, og kvelja þær því ineð sulfi og annari illri meðferð, ár ejitir ár. fegar mjög mikil harðindi hafa gengið, þegar grasbrestur mikill hefur verið að sumrinu og vetur verið óvenju harður, svo heyskorturinn er alinennur, þá er vorkunn, þó linlega sje gengið eptir sektum fyrir hordauða. Enn þegar menn nærri leika sjer að því að verða heylausir, ár eptir ár, jafnvel um miðjan vetur, og kvelja fje sitt á sulti og hordauða, þá ættu þeir sannarlega skilið að fá að kenna á strangleika Iaganna í fyllsta inæli. T. O.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.