Heimilisblaðið - 01.07.1922, Side 8
88
H E I’M ILISBLAÐIÐ
Tóku menn nú franí borðhnifa sina,
hver hjá sér, lögðu til vista þeirra, sem á
borðum voru og gerðu góð skil. Mjaðar-
hornið gekk ört milli manna, en hús-
karlarnir voru jafnan viðhúnir að fylla öl-
kollurnar.
Þegar menn höfðu svalað sárustu matar-
þörf sinni, drap húsráðandi hnifskafti sínu
í borðið. »Kaldan mat skyldi enginn for-
smá, ef ekkert er i pottinum; en heitt er
þó betra, og ekki skulu þið svo frá Ríki
fara, að eigi hragðið þið svinaspikið! En
kyssum nú ölkollurnar, þar til konurnar
bera okkur annað undir tönn! Á meðan
má margs minnasf, sem bygð vora snertir
fyrst og fremst og sérhvern okkar síðan.
Hingað barst í gær boðstingurinn1) með
orðsending og bréfi um það, að Danakon-
ungur muni senda okkur nýjan prest i stað
þess, sem Sigurður á Sauðnesi drap fyrir
sjö árum síðan. Hvað lízt ykkur, dalsbúar?«
Fregn þessi vakti gremju mikla meðal
gestanna: »Burt með Jótann!« (svo nefndu
þeir jafnan Dani). »Burt með kolserkina!
(prestana). Hingað viljum vér engan prest!«
Og gamall bóndi einn barði í borðið svo
undir tók og mælti: »Niður með Dana-
konung og veldið danska! Burt með alt
það erlenda hyski. Vér Norðmenn viljum
hlýða norskum konungi, eins og áður var!«
Þegar lægja tók fyrsla reiðibylinn, sneri
Björn að Riki sér að sessunaut sínum á
vinslri hönd og mælti: »Hvað leggur þú
til málanna, Þór á Kvíabóli, um skipan
þessa?«
Sá, sem á var yrt, var maður miðaldra,
lireinlyndislegur, en þó íbygginn á svip.
Hann strauk höndinni um skegg sér: »Vita
vildi eg fyrst, hvað þér lízt sjálfum, Björn
að Ríki?« mælti hann eftir stundarþögn.
i) Boðstingur = Budstikke, d: lokað tréhylki, sem
notað var til þess, í Noregi, að senda í opinberar til-
kynningar og bréf um bygðirnar. í öðrum enda hylk-
isins var langur stálgaddur. Væri enginn heima á
bænum, var hylkið skilið eftir þannig, að gaddinum
var stungið í húsgaflinn yfir bæjardyrum og var bónda
skylt að skila því til næsta bæjar. (sbr. þingboð).
Björn virti hann fyrir sér um stund þegj-
andi: »t*ví spurði eg þig fyrstan, Þór ólafs-
son, að þú ert ættgöfgastur þeirra, sem hér
eru. Fyrir þrem mannsöldrum kom lang-
afi þinn hingað í bygðina, yfir vesturheið-
arnar og keypti Kviaból. Ætt mín er að
vísu bæði gömul og fræg, en þó er þín ætt
tignari; því að þú ert kominn af hinni
voldugu Giskja-ætt og af henni eru komnir
bæði jarlar og biskupar. Eg endurtek því
spurningu mina: Hvað leggur þú til mál-
anna?«
»Gjarna vil eg fyrst heyra álit þitt«, svar-
aði Þór á Kvíabóli hæversklega. »Þú ert
hér húsráðandi og gestgjafi vor, og þótt
kominn sé eg af Giskjaættinni, sem fyrrum
var voldug og víðfræg, og þannig í ætt við
Axel Þórsson riddara, þann, sem margt er
um kveðið, þá er þó svo, að ætt þín, Björn
að Ríki, hefir jafnan verið, frá ómunatíð,
mest metin hér í dalnum. Því mælist eg
til þess, að þú segir okkur fyrstur álit þitt!«
Björn hugsaði sig um andartak og virti
fyrir sér svipbrigði gestanna, hvers af öðr-
um. Fram á varir hans var komið napurt
reiðisvar, en hann stilti skap sitt og mælti
hátíðlegum rómi: »Rétt heflr þú að mæla,
Þór Ólafsson. Bændurnir að Ríki hafa frá
ómunatíð verið forj'stumenn hér í dal vor-
um. Um forfeður mína var eins ástatt og
þína ættmenn, þeir fluttust hingað úr ann-
ari bygð. Drengur Hugleiksson settist að
hér á Ríki fyrir röskum þrem hundruðum
ára og var hann kominn af hinum viðfrægu
Göltungum. Nú, nú, — en það er óskylt
máli því, sem hér er um að ræða. — Dals-
bændur góðir! Þér viljið vita hug minn, og
skal eg tjá yður hann hreinskilnislega og
óttalaust, svo sem sæmir frjálsbornum óðals-
bónda. Sé prestur sá hinn nýi norskur
maður, sem talar mál sem við skiljum og
rækir kirkjuverk sín, en lætur annars
afskiftalaus málefni vor, lifnaðarháttu og
forna siði vora og venjur, sæmir oss eigi
að meina honum aðgang að prestsjörð og
kirkju, heldur ber oss skylda til að gjalda
honum þá tíund og það offur, sem honum