Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 11
HEIMILISB LAÐIÖ
91
lébarðann til að hafa hamskifti og þvo
svertingja svo, að hann verði hvítur.
lJeir frændur voru nú skildir að skiftum,
en það var þó hann, sem álti að taka bar-
ónstign föðurbróður síns að erfðum. Brian
fastréð nú með sér, að þann tignartitil
skyldi hann aldrei bera, og hann var þó
hið eina, sem honum stóð til boða, því að
eftir þessa síðustu samfundi þeirra var séð
fyi'ir endann á því, að Jósef mundi aldrei
sleppa einum eyri af auði sínum við erf-
*ngja, sem hefði móðgað liann svona
hremmilega.
Brian gerði sér nú far um að rýma þessum
síðasta viðburði úr huga sér, og knúði nú
sjálfan sig til að leggja allan hugann á
starfið, sem fyrir bonum lá. Eins og næsta
eðlilegt er, þá kom honurn nú til hugar
aafinlýrið litla um ungu stúlkuna og
rustamenni það, sem móðgaði hana. Hann
hafði oft verið sjónarvoltur að sliku og
þvílíku í mörgum fátækrahverfunum; hafði
hann þar oft fengið færi á að heita sínum
styrku höndum til hjálpar; en það hjó eitt-
hvað í þessari ungu slúlku, sem fékk sér-
staklega á hann.
Brian var gæddur mikilli fegurðarlilfinn-
Ingu, og þó að hárið á henni Myrtle væri
hálítið úfið og hún væri illa til fara, þá
hafði hann þó óðara veilt því eftirtekt, að
hún var fríð sýnum, bæði í andliti og 'utan
Uni sig; en á engu furðaði hann sig þó
meira en á mjúka hreimþýða málrómnum
hennar. Hann hafði oft séð tötralegar yng-
ismeyjar með Maríu-mynda-ásjónum; en
hver ögn af þeirri fegurð hvarf honum
ems og hjóm, þegar þær ráku upp skríkju-
hlátur eða létu gjallar skammir dynja eða
létu við hann líklega; en Myrtle var þeim
ekki vitund lík í látum né háttum. Hún
leh á hann með ró og fullri ráðung á sér;
hann hafði aldrei orðið þess var fyr hjá
hennar líkum.
Hann gat ekki að sér gert að vera ekki
að brjóta heilann um, hvað um hana mundi
verða, munaðarlausa og alveg einstæða.
hyrst ilaug honum í hug, hvorl hann ælli
ekki að fá einhvern af trúboðunum eða
konurn þeim, sem voru á ferðinni i söfn-
uðinum í trúboðserindum, til að fara til
hennar; en hann sló þeirri hugsun óðara
frá sér aflur, því að hann vissi, að fólk
sem þrælar fyrír daglegu viðurværi sínu,
er metnaðarfyllra en svo, að það geti þolað
að óviðkomandi menn blandi sér i einka-
mál þeirra, trú eða breylni.
Pað var nú heldur ekki reglulegl fátækra-
hverfi, sem hún átti heima í; og þó að
þeir, sem hún var hjá, heyrðu til hinum
eiginlega verkalýð, þá voru það víst virð-
ingarverðir menn, svo að til þeirra gæti
hann ekki sent umsvifalaust einhvern úr
hjúkrunarliði safnaðarins til rannsóknar.
Hann gat eftir þessu eklcert fyrir hana gerl,
því að færi hann sjálfur að heimsækja
hana, þá mundi það valda mis»kilningi og
hann yrði misgrunaður.
Hann var svo sokkinn niður í þessar
hugsanir, að hann vissi ekkert, hvar hann
vsr niður komiun; lolcs vaknaði hann af
þessum draumum við það, að hann heyrði
margra manna mál og hlátur i kringum
sig. Gatan, þar sem hann var nú sladdur
líktist nú götunni, þar sem frændi hans
bjó; hann var kominn fast þar að, sem
fólk var að koma úr samkvæmi; hafði lik-
lega verið haldinn dans eða kvöldsamkvæmi
í næsta húsi.
Gatan var alveg full af vögnum; þeir
voru að bíða eftir boðsgestunum; skraut-
húnir menn og konur, glóandi af gimstein-
um, stóðu þar alveg fram á gangstéllina og
hiðu þess, að þeir kæmust af stað. Brian
nam staðar augnablik lil þess að virða
fyrír sér þessa glæsilegu sýn. Hann gat
ekki leitt hjá sér að hugsa lil þess, hvað
þetta skrautbúna, káta fólk væri gagnólíld
því, er hann átti að venjast í volæðinu, þar
sem hann álti heima og honum varð gram-
ara í geði en orð fá lýst. Einn einasti af
demantskartgripum, sem að hefðarkonur
þessar létu skína utan á sér, án þess að
hafa hliðsjón af nokkru öðru, sá hann að
mundi nægja lil að fæða og ldæða lieilan