Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Page 13

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ 93 »Ef þér viljið vísa mér til ungu hefðar- stúlkunnar«, mælti hann, »þá skal eg fá henni kjörgrip sinn aftur«. »Nei, það gæti mér aldrei komið til hug- ar<f, sagði ungi maðurinn hvatlega, »fáðu roér hann«. »Nei, það vil eg ekki«, sagðí Brian stilli- lega, »og þér getið ekki náð honum af mér«, sagði hann ennfremur með hátignarró. »Komið þér bara með hann hingað. t)arnleigh«, sagði einhver í hópnum, »það getur ekkert sakað«. Brian gekk nú heim að húsinu og allur hópurinn með honum; en þegar hann kom undir götuljósið, þá heyrðist einhver segja: »Já, en þetta er ekki hinn rétti — það er ekki þjófurínn«, en af því allir voru meira eða minna æstir, þá tók enginn eftir því. Vivien lafði hafði gengið aftur heim í hús- ið, þar sem veizlan fór fram og Brian var °ú leiddur inn i forsalinn, hálffullan af körlum og konum, sem skröfuðu þar hver °fan í annan. 1 miðjum hópnum stóð lafði Vivien, sem rænd hafði verið djásninu dýr- mæta; það var svo að sjá, sem hún bæri þetta betur en allir hinir; hún beið eftir arangri þjófeltingarinnar með léttu brosi, °g lýsti það því, að hún tæki sér þelta þó ekkí mjög nærri. »Við höfum elt hann uppi og náð hon- lafði«, sagði Darnleigh lávarður og gekk lnn til hennar. Lafði Vivien varð þá litið a þjófmn, sem menn hugðu vera. Brosið ^a þá þegar á vörum hennar, og hún horfði afveg forviða á þennan ímyndaða þjóf. Hann var sannlega alt annað en þjófslegur °g þegar augu þeirra mættust, þá sá hún ekki votta fyrir órósemi né ótta í augum hans. Auðvitað var hann heldur illa til fara °g var ekki á það að lítast; fátæktin veld- ur oft misgrun, en þrátt fyrír það lýsti sér sérstök tign í framgöngu hans og réð hún af þvi, að hann væri ekki þjófur. Lafði Vivien var ung, en hún var hvöss i skilningi og fljót að átta sig á einu og öðru; hún sá hðara, að sakborningurinn þessi var ekki ems og menn alment gerast. »Hann hefir demantinn«, sagði Darnleigh lávarður. »en hann vill engum fá hann, nema yður sjálfri; mér þykir leitt að eg verð að gera yður ómak, en eg hugsaði að það mundi vekja minni eftirtekt að fara með hann hingað«. Lafði Vivien svaraði engu heldur gekk nokkrum fetum framar og rétti út hönd- ina og Brian lagði gimsteininn í lófa hennar þegjandi. »Það er gott«, sagði Darnleigh, »en nú skulum við bara ná i lögreglumann —«. En þá lagði maðurinn, sem sagt hafði áður úti fyrir, að hér væri um misgrip að ræða, hönd sína á handlegg Darnleighs og mælti: »Þér skjátlast, Darnleigh, hér hefir verið farið mannavilt; það er ekki rétti maður- inn, sem þú hefir náð i; maðurinn, sem stal demantinum var miklu minni vexti og líka eldri og var alt öðruvísi yfirlitum«. »Hvað ertu að segja?« spurði Darnleigh og veik sér við. »Er þetta ekki rétti mað- urinn? Eg sá hann auðvitað óglögt, því að eg sneri við honum bakinu, þegar hann hrifsaði demantinn«. »En hann hafði þó demantinn«, sagði einhver í hópnum. »Það er nú sama, það er ekki hann«, sagði sá, er tekið hafði eftir misgripunum, »eg, sem sá hann elta þjófinn«. »Jæja, það kemur nú í ljós á sinum tíma«, svaraði Darnleigh hálf utan við sig, »hann verður að minsta kosti kærður fyrir þjófnaðinn«. Að svo mæltu sneri hann sér að Brian og sagði: »Hafið þér nokkra vörn fyrir yður að bera«. »Vinur yðar hefir alveg rétt að mæla«. sagði Brian svo rólega, eins og verið væri að ræða um eitthvað í allri hæversku, sem honum væri sjálfum óviðkomandi, »eg sá, hvernig þjófnaðurinn var framinn og elli manninn og náði honum —«. »Og sleptir honum?« kallaði Darnleigh upp, æstur og undrandi. »Já«, svaraði Brian alvarlega, veslings maðurinn var ógn hungurvofulegur og

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.