Heimilisblaðið - 01.10.1922, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÐ
133
mikilli athygli það hlýddi á ræðu mína?
Þetta er sennilega í fyrsta skifti, sem orð
Drottins er flutt þessum söfnuði á máli,
sem fólkið skilur. Jarðvegurinn er frjósam-
ur og sæðið þungt; Guð styrki mig og hjálpi
Wér, vesölum sáðmanni, og blessi starf
mitt, svo að uppskeran geti orðið mikil og
gleðileg og honum til dýrðar!«
»Aldrei hefi eg heyrt þig tala eins og í
dag, lvar«, mælti frú Elisabet. »Og þótt mér
fyndist svo, sem hugur minn bærist allur
^eð hinum eldheita mælskustraumi, fann
eg hitt líka, að hvert einasta orð hitti mark-
ið og náði inn að hjörtum kirkjugestanna,
°g það jafnvel hinna þungbrýndu og harð-
gerðu manna, sem i kirkjuna komu með
ofurhug og stríðsexir í höndum. Og eftir-
spilið í kirkjugarðinum mun einnig hafa
valdið áhrifum, sem ekki fyrnast«.
Síra ívar brosti. »Já, þá fyrst verður
unnið traust þessara náttúrubarna, er þeim
er einnig sýnt, að eigi skortir líkamlegt at-
gerfi. Og þvi var það, að eg hirti ofurlítið
hnarreista heljarmennið i kirkjugarðinum«.
»Og sú hirting mun hafa góð áhrif, hetjan
niin«, svaraði frú Elísabet og strauk hend-
mni bliðlega um glóbjart hár mannsins
sins. »Eg er óviss um, hvort náði betri tök-
Uttl á fólkinu: hrifningin, sem ræða þín
°hi, eða aðdáunin yfir aflrauninni!«
»Sér þú nú eftir því, Elísabet mín, að þú
íórst með mér hingað? spurði síra ívar
hliðlega.
»Fjarri fer því!« svaraði hún með ákefð.
»0g eg skal eftir mætti reyna að hjálpa þér
við starf þitt. Eg skal vitja fátækra ogsjúkra,
°g skal------!«
Dyrnar voru opnaðar og þjónustustúlkan
kom inn. »Gamall maður er hingað kom-
lnn, sem vill mjög gjarnan ná tali af prest-
inum«, mælti hún.
Sira ívar undraði þetta, en stóð á fætur.
»Svo síðla dags?« varð honum að orði.
«Vísið honum til bænastofu minnar og
kveikið ljós. Eg lcem«.
Þegar presturinn kom inn i herbergi
Þetta, nokkrum andartökum síðar, gekk
hinn síðförli gestur til móts við hann og
rétti honum höndina. »þú mátt ekki reið-
ast mér, gömlum manni, þótt eg ónáði þig
að næturlagi«, mælti hann, kynlegum og
klökkum rómi.
»Hrólfur í Árkrika!« varð presti að orði,
um leið og hann tók í hönd gestsins, og
var bæði undrunar- og gleðihreimur i rödd-
inni. »Hjartanlega sért þú velkominn undir
mitt þald«
»Býður þú mig velkominn, mig, sem svo
mjög hefi möðgað þig?« spurði öldungur-
inn undrandi. »Þú ert mér betri — i einu
og öllu« — hélt hann áfram. «Þessari vin-
gjarnlegu kveðju þinni skal eg aldrei gleyma«.
»Þú hefir unnið þrekvirki í dag, síra ívar.
Þú hefir lagt Dalbúana að fótum þér með
ræðu þinni og á þessari stundu ert þú
mestur maður bygðarinnar! Frá mér hefir
þú tekið hina gömlu trú mína á guði feðra
vorra; eg hefi ráfað um sem örvita maður,
siðan eg heyrði hina kynlegu kenningu
þina í kirkjunni. Hvergi finn eg hvíld né
frið! Og þessvegna kem eg nú til þin og
bið þig að fræða mig og kenna mér. Seg
þú mér meira um Guð þinn, skýrðu fyrir
mér þetta mikilvæga málefni, svo eg sann-
færist um sanneikann, og getir þú það,
skal Hrólfur gamli að Arkrika þakka þér
knékrjúpandi«.
— Það var liðið langt yfir miðnætti er
þeir slitu tali. Þegar síra Ivar kom aftur
inn í dagstofuna, sat kona hans þar enn og
var niðursokkin í lestur guðsorðabókar.
»Þú kemur seint, vinur minn«, mælti hún,
lagði frá sér bókina og gekk til móts við
hann. Hann vafði hana örmum ástúðlega
og mælti með hrifningu: »Fagna þú, guð-
hrædda kona, því að mesti blótmaður bygð-
arinnar hefir nú beygt kné fyrir hinum
krossfesta frelsara. Hamarinn liggur nú
mölbrotinn við rætur krossins.
Síra Ivar. hélt áfram hinu blessunarríka
starfi sínu i Dalnum í mörg ár, með ör-
uggri aðstoð ástríkrar konu sinnar og Orms