Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 1

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 1
Eg sé að fjöllin felasi í faðmi þínum, nótt. Og dagsins tjós er liðið, um land og sœ er hljótt. Ó, sumar þú ert svifið með sigur þinn á braut. Og dapurt hauður hnígur í húms- og klaka- skaut. En jörðin sjálf, hún sofnar, að safna nýjum þrótt; og isinn yfir henni er að eins hvíldarnótt. * * * Mitt hjarta verður hljóðlátt, sem haustsins kyrra nótt, Eg síg í svefnsins rökkva, að safna nýjum þrótt. Og svefninn hann er sœtur, hann sigrar dagsins raun. Er starfsins krajtar hverfa, er hvíldin dýrust laun. Eg blunda eins og blómin, sem blikna undir haust; þau vakna upp að vori, mig vekur dagsins raust. Og er á hinsta hausti eg hneigi andlit mitt, þá legg eg sár og sveita þú, svefn, á hjarta þitt. Pað verður kannske vetur, það verður kannske nótt. Frá starfi, sœlu’ og sorgum eg sofna gtaður rótt. En í því œðsta trausti, eg enda dagsins stríð, að bak við húmið hulda mér heilsi starfatíð. Jón Magnússon. Falsspámaðurinn Múhameð. Op. 9, 1-12. Biblíuskýrendur heimfæra hinn tilvitnaða kafla Opinberunarbókarinnar (»Veiið hið íyrsta«) til Múhameðs, kenningar hans og áhrifa hennar. »Engill undirdjúpsins«, sem hafði mátt til að afvegaleiða einstaklinga og þjóðir, var Múhameð sjálfur — konung- ur engisprettu-múgsins. Og vel sýnast þessi spádómsorð Opinberunarbokarinnar eiga við hann. Lítum á afrek hans. Árið 606 eftir Krist hóf hann kenningu sína. Sagði hann að Gabríel engill hetði birzt sér og flutt sér opinberanir frá Guði. Sjálfur kvaðst hann og hafa komist í beint návistarsamband við Guð. — Ber hér að

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.