Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 37 Guð gerðist maður. Með því eg hefi séð, bæði í innlendu og udendu máli, að Kristi er afneitað sem föður, langar mig til að biðja ykkur, góðir menn °g bræður, að hlýða á orð mín. Ef eg neit- að‘ að Heilagur andi, þriðja persóna guð- dómsins, væri faðirinn, þá neitaði eg um leið að hann væri andi Guðs (andi Krists) Róm. 9.—11. Og ef eg neitaði að Jesús Krislur, °onur persóna guðdómsins, væri faðirinn, þá neitaði eg um leið að hann væri sonur Guðs, Eg vitna því að Jesús Kristur sje sonur Gnðs, það er sjálfur Guð, sjálfur faðirinn og saoia vitna eg um Heilagan anda (Jóh. 12, 44-46). í barnalærdómskveri Helga Hálfdánarsonar stendur: »Þar eð vér vitum að Guðs sonur er sann- Ur Guð, vitum vér að endurlausn vor er frdlkomin og fullgild og þar eð vér vitum að Heilagur andi er sannur Guð, vitum vér °g að helgun vor og sálubjálp er möguleg«. Það var Guð, sem á Golgata hrópaði: '‘Faðir fyrirgef þeim, þvi þeir vita ekki hvað þeir gera«. Það var hinn eilífi kærleikur, sem Var að friðþægja oss auma syndara við sjálf- an sig (2. Kor. 5, 18.). Guð kallar sjálfan sig föður fyrir Jesúm Krist og Heilagan anda. Það er því sann- 'eikur sem V. Br. segir í einum jólasálmin- Uai; Oss öllum mikinn fögnuð flytur sá friðarengill skær: Sá Guð, er hæst á hironi situr er hér á jörð oss nær. Sá Guð, er ræður hirani háum, hann hvílir nú i dýrastalli lágum. sá Guð, er öll á himins hnoss; varð hold á jörð og býr raeð oss. Guð gerðist maður. Það er gleðiboðskap- Ur‘nn. það kostaði Guðs blóð að endurleysa °Ss synduga menn (sjá Post. 20, 28.). Kr. Á. Stefánsson. Við gröfina hennar mömmu. Það er komið að sólarlagi. Eg er staddur i kirkjugarðinum á Höfðabrekku. Jörðin er mjallhvít eftir nýuppstytta logndrífu. Himin- hvolfið er heiðríkt og vesturloftið sólroðið. »Hálsinn« skyggir á svo sólin sést ekki. Bár- urnar syngja við sandinn, skreyttar aftan- roða, syngja til þess að sefa og kæta, sefa mannlegar vanstillingar- og viðkvæmnisöld- ur; gleðja þá sem gráta og njóta, eins og þær eru vanar. Gleðjast með glöðum . og hryggjast með hryggum. Það er eins og allri þoku heimsins sé hlaðið í köst á Mýrdalssandi, nær sá köstur svo langt sem augað eygir til austurs, en yfir hann sést óraleið út í þrotlausan geim- inn. Hjörleifshöfði tekur upp úr eins og lág ey í ísþöktu hafi og nýtur kveðju kvöldsól- arinnar. Með mér eru nokkrir menn og nokkrar konur, öll hljóð og alvörugefin. — — — Það er búið að segja: »Að jörðu skaltu aftur verða« og líkmennirnir standa i snjó- ugri moldinni, með rekur í höndum. Eg stend utan við hópinn með hugann þrunginn endurminningum liðinna tíma, en hvilan hennar mömmu er umkringd innan við — opin gröfin. Eg geng fram á grafarbarminn og horfi um stund tárfullum augum ofan á rúmið hennar mömmu, sem svo oft hafði breitt ofan á mig og beðið fyrir mér. Mig langar að kveðja hana í siðasta sinn og bjóða henni góða nótt, áður en eg þarf að heyra hið ömurlega hljóð, er fyrstu rekunum verður kastað ofan á blessað rúmið hennar. — — Og líkmennirnir sýna mér þá góðvild að bíða. — — — Hver getur varizt því að verða að barni við gröfina hennar mömmu? Og hver vill verjast því? Par — umfram alt, þar nýtur sálin sársaukans. Og þar berum vér möður- ástinni sýnilegan sannan vitnisburð. Jesús frá Nazaret tók að sér tollheimtu- menn og bersynduga, menn sem þjóðin fyrir-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.