Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Page 7

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 39 Alllöngu eftir það, er nú var frá sagt, stóð all heimilisfólkið í Lundagörðum úti í aldingarðinum í dálitlum hóp, og í hátiða- skapi og einblíndi á spánýja merkistöng, sem stóð á grasflötinni. Við og við skotraði það augum út í eitt hornið á aldingarðinum; þar var sjónar- hóll nokkur á bak við runnana. Á þeim sjónarhól stóð nú óðalsbóndinn i Lunda- görðum, hann Jens Hansen og vafði konu Slaa armi og horfði út yfir hið flatlenda, sumarbjarta hérað; það var einhver undar- leg» broshýr þögn yfir því öllu, eins og það væri að bíða eftir einhverju, sem verða mundi, einhverju nýstárlegu. Alt í einu ^aug lævirki upp úr akrinum, hátt í loft uPp. Skuggann af honum bar snöggvast yfir grasið. Jens varð hugsi. Nú mintist hann skuggans, sem brá yfir hann daginn Þann, sem hann fór heim af háskólanum; það var þýzki örninn svarti. Og nú rifjað- lst upp fyrir honum, hvað af hverju, alt hið ^gilega, sem á eftir fylgdi; það var eins °g örninn hefði verið fyrirboði þess. Nú komu myndirnar fram í huga hans frá hin- Um löngu styrjaldarárum, frá vigvöllunum, Þar sem hann barðist, frá sjúkrahúsinu, Þar sem hann kvaddi Karsten bróður sinn 1 siðasta skifti, og öllu, sem þar fór á eftir. stóð' hann á sjónarhólnum við hliðina a konu sinni, Katrínu Margréti, og var nú eigandi heimkynnisins gamla i Lundagörð- um. ^ar þetta ekki draumur alt saman? Hann ^aðmaði Kalrínu að sér og leit í andlit henni. þá lék bros um varir hennar og feginstár læddust fram í augu hennar. Jens iók eftir því hvert hún horfði, og þá skildi hann brosið og tárin. Á einum stað, á bak Vlð iðgrænar merkur og trjárunna, í kring Um bæina í nágrenninu, var Danfáninn hafinn hægt og hægt á stangarhúni. Þau horfðu augnablik frá sér numin á þessa sjón. »Hefjum hann upp hérna — hérnak sógðu þau. Jens tók samanbrotinn Danfána, sem lá á bak við þau á bekknum og fékk ^iargréti sinni; síðan leiddi hann hana nið- ur á grasflötina, þar sem fólkið beið þeirra. Jens hnýtti strenginn og rétti að Margréti; að því búnu gekk hann inn á meðal fólks- ins; allir stóðu berhöfðaðir, meðan fáninn var dreginn upp; en svo hófst söngurinn ofurhægt, og enginn vissi hver byrjaði. Það var nærri því eins og hann fengi vængi, er bæru hann út yfir akra og girðingar. Allir vissu, að á þessari sömu stundu var Danfáninn dreginn upp í topp á bæjunum i grendinni — um alla sóknina, á hverju heimili í Norður-Slésvík. Og söngurinn hjómaði írá hverjum búgarði og húsi. Sorg- arfargi hálfrar aldar létti nú af brjósti Suð- ur-Jóta; hálfkvíðandi von hálfrar aldar hóf sig nú mót himni í tónum fagnaðarsöngs- ins. Þeim Jens og Katrínu varð litið hvort til annars — þau horfðust í augu. Þeim rann i hug skilnaðardagurinn, þegar þau kvöddust úti á vellinum. En núl Nú varð sú hugsun að gleðibrosi og nú rendu þau bæði augunum hærra upp yfir toppana á trjánum í Lundagörðum; þar small í Dan- fánanum nýsaumuðum i svalandi og hress- andi júní-blænum. Kvöld og morgun. Blessuð sólin sigur rótt að svölum unni; þökk fyrir guðdóms geisla þína, gott væri að sjá þá lengur skina. Sælt er að rísa úr rekkju og skoða rósir fjalla, hliðar girtar, hnúka, tinda, himins roða gullnum linda. Ef sú fegurð aldrei hrifur einhvers hjarta, gæti varla glatt hans sinni geisladýrð í eilífðinni. Lýsi blessað ljósið þitt að lífsins öldum, þeim, sem á banakvisti köldum, kveðja dag að sleptum völdum. Ant. H. Sig. ----NsNN------

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.