Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 11
HEIMILISBLAÐIÐ
43
Brian tók stól og- Gig’gles starði stundar-
kom þegjandi í eldinn, er síðan mælti hann:
„Mér þótti vænt um, að þér komuð hing-
að; eg er yður næsta þakklátur fyrir; eg
hefði hvergi farið, ef eg hefði vitað það fyr-
ir; eg vildi, að þér hefðuð slegið hann í rot“.
„Eg hefði nú næstum óskað þess sjálfur",
sagði Brian, „það er mesti fantur og fúl-
menni; en eg held, að honum hafi skotið svo
skelk í bringu, að hann geri yður ekki mein
framar".
„J>að stendur nú á sama, hvort hann ger-
ir það eða ekki“, sagði Giggles þungbúinn,
„hann kemur ekki aftur — af góðum og
gildum ástæðum".
„það þykir mér vænt um að heyra“, sagði
Aden, „eg er hræddur um, að dóttir yðar
hafi orðið dauðhrædd; en eg vona, að hún
hafi náð sér aftur, og hafi ekki veikst“.
„t>að veit eg ekki“, sagði Giggles og dró
andann djúpt, „hún er farin“.
„Farin!“ tók Brian upp eftir honum, og
fanst sem hnífi væri stungið í hjarta sér.
„Hvemig, eigið þér við — farin “
„Eg segi, eins og eg veit sannast“, svaraði
Giggles anguivær; „hún hvarf héðan í gær-
kvöldi eða í morgun, — og mig furðar það
alls ekki. Hún vissi vel, að ef hún yrði hérna
áfram, þá mundi konan mín — eða réttara
sagt maðurinn þessi, þorparinn, mundi sitja
Ufti hana — og hún gæti aldrei verið í friði
fyrir honum, — eg get ekkert annað sagt, en
aS hún hafði rétt fyrir sér, en eg er ógn
kvíðafullur út af henni. Eins og þér vitið, þá
er Myrtle fríð stúlka, og jafnvel meira en
það“.
„Já, hún er einkar fríð stúlka“, tók Brian
hljóðlega upp eftir honum.
„Já, og það er nú hið versta; einmitt það
gjörir mig svo hugsjúkan út af henni; ófríð-
ar stúlkur eru miklu óhultari; þær eru ekki
ems —og hann strauk hendinni um skeggj-
aða hökuna. „Eg hefi verið að leita að henni
1 allan dag; en hvemig ætti maður að geta
fundið eina smámey í allri Lundúnaborg, sér-
staklega ef hún fer huldu höfði ? Myrtle mín
er líka forsjál, hún veit, hvernig hún á að
halda sér leyndri; sjáið þér, hvað hún skrif-
aði mér“, sagði hann svo, og rétti Brian
kveðjubréfið frá henni yfir borðið.
Brian var ógn þreyttur; hann hafði í svo
mörgu að stríða um daginn, að hann var rétt
orðinn ömiagna. þegar hann var búinn að
lesa bréfið, laut hann líka fram á við og
horfði í eldinn, og reyndi að rýma úr huga
sér öllu hinu marga, sem nú kom þar upp, og
alt laut að hinu sama, hve hjálparvana og
vinalaus hin unga stúlka hlyti nú að vera —
ein síns liðs í þessari stóru borg, og nú lægju
fyrir henni ótal hættur.
„það getur verið, að hún hafi farið til ein-
hverra vina sinna, eða gæti það ekki verið ?“
sagði Brian hljóðlega.
„Nei“, svaraði Giggles og hristi höfuðið,
„fólk, eins og við, á enga vini, og ef við hefð-
um átt einhverja vini, þá mundi Myrtle ekki
hafa -felt sig við þá; hún var gjörólík öllum
ungum stúlkum hér í nágrenninu; hún var
alt af út af fyrir sig. Nei, Myrtle átti enga
vini“.
Brian leit hugsandi á Giggles; hann var
ólíkt viðfeldnari en herbergið hans, og á
máli hans mátti marka, að hann var af betra
bergi brotinn en flest fólk annað í Digby-
stræti.
„það getur verið, að hún komi aftur í
kvöld“, sagði Brian.
„Nei, það gjörir hún ekki“, sagði Giggles
hiklaust, „hún kemur hingað aldrei framar.
En heyrið þér, eg heyrði ekki almennilega,
hvað þér sögðust heita".
„Aden — Róbert Aden“.
„Eg ætla að segja yður eins og er, hún er
ekki dóttir mín, eg tók hana mér í dóttur
stað“.
Brian var það léttir og fró, að svo skyldi
vera; það var þó mikil bót í máli, að hún var
ekki dóttir þessa hræðilega diykkjukvendis,
sem hann sá þar kvöldið áður.
„Eg veit ekki einu sinni, hvers dóttir hún
er“, sagði gamli maðurinn; honum var það
hin mesta fró að geta sagt hinum unga