Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 15
HÉIMILÍSBLAÖÍÖ
47
Þegar Adam ogEva höfðu syndgað, hugðu
þau að fela sig fyrir Guði; og því miður
leita fleiri þess Lokaráðs. Hvenær hættir
þú að leita Guðs? — hvenær hættirðu að
hafa ánægju af að koma í kirkju? — hve-
nær lagðirðu bibliuna þína á hylluna? Var
það ekki einmitt þegar hin yfirvofandi
hrösun hafði átt sér stað? Þú varst ótta-
sleginn, og þér fanst sem hvert orð Guðs
hefði í sér fólginn áfellisdóm yfir þér, og í
hugleysinu lagðirðu á flótta — og faldir
Þig.
Aftur hljómar Guðs orð til mannanna,
urn fullnægingu fyrirheitisins: »Yður er
frelsari fæddur«. En þeir sinna því ekki.
Og svo eru þrældómsokin mörgu, sem
hefta og hindra: daglega amstríð, tillit til
annara — hvað þeim muni sýnast um þetta
eða hitt, tízku-dekrið, gamlar syndavenjur
°g ótti við menn; ó, hvílíkar hömlur á
andlegum þroska æskulýðsins! Enn segir
Guðs orð: »Ef sonurinn gerir }'ður frjálsa,
niunuð þér verða sannarlega frjálsir«. En
Vegna hins þunga þrældóms gefur hinn
uaæddi maður því ekki gaum — sinnir því
þvi ekki.
Ó, hve hörmulegt hlutskifti: að van-
megnast rétt hjá uppsprettu líjsins!
[Kæri ungi vinur! Þetta er sett hér í
blaðið til viðvörunar. Haltu fast við orð
Guðs. Þú mátt reiða þig á það! Hættu
aldrei að ganga í kirkju. Og gerðu þér það
að fastri reglu, að lesa daglega í biblíunni
þinni. Pá mun Guð gefa þér sigur yflr
fi'eistingunum — og þá þarftu aldrei að
^eggja á flótta og fela þig].
(E. Borregaard. Á. Jóh.).
0
Stafur heimilis-agans og skóla-agans er eins
°g stafur Arons. Kasti menn honum frá sér,
Þá verður hann að höggormi; en sé hann
tekinn og lagður inn í helgidóminn frammi
fyrir augliti Guðs, þá ber hann blóm og
ávexti. Dr. Barth.
Hu3SsÍá-
Dálitla hugmynd geta menn gert sér um
þá mergð af skrifstofum, sera eru í skýbrjót-
unum í Ameríku. í Hudson-Terminal-bygg-
ingunni í New-York eru t. d. 3000 talsímar
(helmingi fleiri en í allri Reykjavík). Bygg-
ingin er 55 hæðir og samanlögð lengd síma-
línanna, sem um húsið liggja, er 125 dansk-
ar mílur.
Strax þegar krókódílsunginn er skriðinn
úr egginu, getur hann farið að bjarga sér
sjálfur. Pó hann sjái ekki vatnið, sem er í
nánd við hann, skriður hann þó þangað og
fer að leita sér að fæðu, — þar er ekki
langur ómagahálsinn.
Sagt er að fornfræðingar, sem starfa í
Jerúsalem, hafi fundið rústir hins fræga
musteris Heródesar konungs mikla í Askalon.
í þeim bæ var Heródes konungur fæddur og
hann skreytti bæinn með byggingu þessa
musteris og Jósephus sagnaritari Gyðinga
segir svo um byggingu þessa, að hún sé hin
skrautlegasta og undrunarverðasta í alla staði.
í rústunum hefir meðal annars fundist stand-
mynd af Heródesi konungi.
Henry Ford, ameríski miljónaeigandinn, er
strangur bindindis- og bannmaðnr. Hann
hefir lýst því yfir, að ef nokkur maður eða
kona, sem hjá honum vinnur, yrði uppvís
að því að drekka áfengi, þá sé hann eða
hún þegar ræk úr vinnustofum sínum. —
Hin elsta bankaávísun, sem menn þekkja,
er frá Kína; hún er útgefin af Hung-Wus
keisara fyrir 550 árum siðan. Nú er hún
geymd i Britisk Museum í Lundúnum.
Pað er ekki óalgengt á Indlandi, að börn
sjeu deydd, sérstaklega stúlkubörn, og er
þeim þá oftast gefið inn ópíum. Petta er gert
til þess að fyrirbyggja offjölgun fólksins. Og