Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1925, Side 6

Heimilisblaðið - 01.10.1925, Side 6
134 HEIMILISBLAÐIÐ „Sabbath" fyrst fyrir í biblíunni og það er nærfelt 2500 árum eftir sköpun mannsins. 17. Hér er þess fyrst getið, að menn hafi hvílst á þeim degi. 2. Mós. 16, 20. Hvað get- ur nú augljósara. 18. Hér er dagurinn gefinn Gyðingum ein- um. þessvegna er sabbat-dagurinn gyðing- legur dagur, hvíldardagur Gyðinga einna. 19. þessi skipun er hvergi gefin heiðingj- um, hvorki fyr né síðar. Ef svo er, þá tilfær- ið ritningarstað fyrir því. 20. Hvergi er heiðingjum ámælt fyrir það í biblíunni, þó að þeir héldu ekki hvíldardag Gyðinga. Hvernig stóð á því? 21. „Minstu þess, að halda hvíldardaginn heilagan" (2. Mós. 20, 8) bendir til 2. Mós. 16, þar sem Drottinn skipar að halda dag- inn heilagan, sem hann hafi gefið. 22. „því á sex dögum skapaði Guð himin- inn og jörðina“ o. s. frv. (2. Mós. 20, 11.) tilfærir ástæðuna fyrir því, að Guð valdi sjö- unda daginn; en hér er ekkert minst á, hve- nær hann hafi verið helgaður. En í 2. Mós. 16, 22—30. er oss sagt, hvenær það gerðist. 23. 1 5. Mós. 5, 15. er oss gefin önnur' ástæða fyrir því, að Guð skipaði að halda Sabbat-daginn heilagan. það var sökum þess, að hann frelsaði lýð sinn úr ánauðinni í Egiptalandi. Lesið þennan ritningarstað! 24. 1 Nehem. 9, 11—14. er sagt, að Guð hafi gefið ísraelsmönnum sabbat-daginn eft- ir það er þeir komu úr Egiptalandi. 25. 1 Ezekiel 20, 10—12. er sagt, að Guð hafi leitt ísraelsmenn út úr Egiptalandi og þar og í það skifti gefið þeim sabbat-dag- inn. Af þessu vitum vér þá, að þeim var gef- inn sá dagur eftir það er þeir komu úr Egiptalandi. 26. þar er berum orðum sagt, að hann hafi Gyðingum einum gefinn verið. 27. þeim var ekki leyft að baka og sjóða á hvíldardeginum (2. Mós. 16, 23.). 28. Húsdýr þeirra máttu ekkert erfiða þá (2. Mós. 20, 10.). 29. Tveimur lömbum skyldi fórna á hverj- um sabbat-degi (4. Mós. 28, 10.). 30. Grýta skyldi hvern þann til bana, sem verk ynni á sabbat-degi (2. Mós. 31, 13—15.; 4. Mós. 15, 32—36). 31. Öll þessi fyrirmæli, sem snerta sabbat- daginn, sýna, að hann var staðbundinn, þjóð- legur helgidagur, miðaður við Gyðinga eina og heita loftslagið, sem þeir áttu við að búa. 32. Aðventumenn, halda ekki sabbat-dag- inn samkvæmt fyrirmælum lögmálsins, því að þeir kveikja upp eld og sjóða mat og aka með eykjum sínum á þeim degi. Ekki grýta þeir heldur í hel þá trúbræður sína, sem brjóta hvíldardags-lögmálið. 33. Sabbat-daginn átti að halda frá sólar- lagi til sólarlags (3. Mós. 23, 32.). Aðventu- menn eru að reyna að fylgja þessum fyrir- mælum, en á nyrztu löndum, sem bygð eru, þá er samfeld nótt í þrjá mánuði. Á því tíma- bili er þar ekkert sólarlag. 34. í sömu löndum sezt aldrei sól svo mán- uðum skiftir á sumrum. þar er því ekkert sólarlag um það skeið. þar gætu þeir því ekki fylgt framangreindum fyrirmælum. 35. Legðu þeir af stað í hrngferð um jörð- ina, aðrir í austur, en hinir í vestur, þá ynnu þeir upp einn dag aðra leiðina, en týndu öðr- um hina leiðina. Ekki gætu þeir þá heldur fylgt þessum fyrirmælum og þeir gera það ekk: heldur. 36. Hafi Guð hvílst 24 stunda dag, þá yrðum vér að halda nákvæmlega jafnlangan dag og hann. En hvernig gætum vér vitað um byrjunarmark þess dags? Hví hefii' hann ekki látið oss vita það? Aðventumenn verða að haga sér eftir þeim dagsmörkum, sem þeim hafa sett verið fyrir eitthvað 100 árum, án nokkurrar biblíuheimildar. þeii' giska á og vona, að þessi dagsmörk séu rétt, en þeir vita ekki neitt. 37. það er engin sönnun fyrir því, að sab- öat-lögmálið sé siðferðilegt lögmál, þó að það sé felt inn í lögmálið, sem gefið var á Sínaí, því að oft er það í biblíunni talið með helgi- siðalögmáli Gyðinga. Sbr. 3. Mós. 23, 1—8.; 4. Mós. 28, 1—11.; 1. Kron. 23, 29—31.; 2. Kron. 2, 4. 1 Hósea 2, 11. segir spámaðui'-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.