Heimilisblaðið - 01.10.1925, Side 10
138
HEIMILISBLÁÐIÐ
„Vísið þér mér á hundinn“, svaraði hann
stuttur í spuna.
Höfuðsmaður var heima og eg' fór til hans
og- sagði honum frá tígramanninum. Síðan
gerðum við orð eftir honum. þegar höfuðs-
maður var búinn að svala forvitni sinni, þá
sagði hann við hann:
„þér getið vel verið hugdjarfur maður, en
þér megið eigi hætta lífi yðar í bersýnilegan
voða. Hundur minn gerir út af við yður,
jafnskjótt sem þér komið nærri honum; eg
læt skjóta hann í næstu viku“.
„Hundurinn yðar hrekkur saman og gólar“,
svaraði Geval hóglega.
„Jæja-þá, þér gerið það á yðar ábyrgð“.
Við gengum hringinn í kringum bæinn og
inn um hlið; hundurinn, sem var 50 fet frá
hliðinu, stökk óðara upp og rykti í hlekkina.
það var enginn vafi á, að grimmur var hann.
Eldur stóð úr augum honum og hann froðu-
feldi; það var eins og hann ætlaði að rykkja
hlekkjunum í sundur, svo að eg varð hrædd-
ur. Tígramaðurinn hinkraði dálítið við. En
óðara en hann kom og gekk fram fyrir okk-
ur, þá breytti hundurinn háttum sínum. Hann
snaraðist til hliðar eins og spjóti hefði verið
varpað fram hjá honum. Tígramaðurinn
færði sig hægt og hægt nær, og hann var
ekki 10 fet frá honum, er hundurinn fór að
spangóla af hræðslu. Geval leysti af honum
hálsbandið, sagði tvö eða þrjú orð í hálfum
hljóðum og gekk svo á brott og hundurinn
elti hann. það var undursamlegt að sjá þessa
bráðtryltu skepnu verða svona auðsveipa við-
fangs í einum svip. það var auðséð, að hund-
urinn var hræddur og flóttalegur og að Ge-
val var mesti töframaður. Hann kom á móti
okkur og hundurinn, en seppi leit ekki einu
sinni á okkur. Og við sáum að hann skalf all-
ur á beinunum af hræðslu.
„Eruð þér nú ánægður, herra?“ spurði Ge-
val með hægð, er liðnar voru 10 mínútur.
„Já, eg er það“.
þá setti hann aftur á seppa hálsbandið.
Hundurinn snautaði inn í húsið, svo skríð-
andi og ofurliði borinn, að hvert barnið hefði
getað lamið hann með svipu.
En þó að þetta sannaði ekki, að villidýr
yrðu Geval eins leiðitöm og hundurinn, þá
sá eg brátt, að þarna var maður, sem vér
gátum notað í þjónustu vora og réði hann
undir eins.
Hann sagðist vera kominn úr héraði, sem
væri krökt af slöngum og villidýrum, og ráð
hans og tillögur voru sérlega hugvitssamar
og mikilsverðar.
Auk okkar 6, sem verzlunarfélagið hafði
sent, þá tókum við þrjá aðra með oss, sem
þá höfðu frí frá herþjónustu um stundar-
sakir, og vildu þá fara ögn á veiðar. Við
vorum 12 daga á leiðinni, svo að ekkert sér-
iegt bar til tíðinda, og komumst heilir á húfi
til Djógúir síðla dags.
Tígramaðurinn hafði gert boð á undan okk-
ur, og hið fyrsta sem við rákum augun í,
þegar við komum þangað, voru 6 tígrabúr,
sem þarlendir menn höfðu búið til handa hin-
um 6 tígrum, sem vér ættum að sækja. Ekki
lét Geval mig neitt vita um þetta áður. En
það var að selja skinnið, áður en björninn
væri veiddur, en það styrkti mig í þeirri trú,
að Geval væri það, sem hann sagðist vera.
Vér fengum beztu viðtökur og skömmu
seinna sagði bæjarstjóri oss enn meira frá
tígramanninum. Hann fanst úti í skógi,
tveggja vikna gamall, og var upp frá því tal-
inn að hálfu leyti menskur maður. Hann
hafði undarlegt vald á villidýrum og hús-
dýrum, og hafði margsinnis knúð mannætu-
tígra til að elta sig inn í bæinn og alt í kring-
um hann, eins og hundar væru. — þegar eg'
spurði hann, hví hann hefði ekki beitt þessu
valdi sínu til að hreinsa héraðið af villidýr-
um, þá svaraði hann því, að í hvert sinn sem
Geval seiddi dýrin svona, þá förluðust hon-
um svo kraftar, að hann gæti ekki gert þeim
neitt mein. Sama kvöldið við sólarlag, sáuni
vér fagurt dæmi þesa valds, sem hann hafði
á dýrunum. Einhver hin stærsta og viltasta
hýena, sem eg hefi séð, kom út úr skóginum