Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1925, Page 12

Heimilisblaðið - 01.10.1925, Page 12
140 HEIMILISBLAÐIÐ Kisa gamla og fósturbarnið hennar. Brúin yflr Coloradofljótið. Yfir gínandi gljúfrið í National Park í Avizona er brú pessi strengd yfif fljót- ið. Pað er liæsta brúin í heimi yíir vatni. Eins og myndin sýnir, þá er það liengibrú örmjó, en þó nógu breið til þess, að maður ríðandi getur farið yfir'hana — og »niður á stímandi straumólgurót, starað úr svímandi hæð«. Tvomast má yfir liana með akfæri, ef mikið liggur á, en ekki er það neitt ganian- spil. — Elzti maður í heimi. Gamli Zara Agrah í Miklagarði (Konstan- tínópel) er 150 ára gamall. Skírteini hans sýna, að hann er fæddur 1774 og man hann glögt víðburði þá, er gerðust fyrir 120 árum. og margir fjörgamlir menn í sömu borginni muna eftir Zora frá bernskuárum sínum og var hann þá orðinn eldgamall karl. Zora er nú kvæntur í 6. sinn. Og nú ætlar hann að taka sér unga konu. gamli maðurinn — þá sjöundu í röðinni, og mun flestum þykja það vel af sér vikið. Gamla kisa og fósturbarnið hennar. Gamla kisa er mjög ánægjuleg á svipínn hérna á myndinni með fóstur- barnið sitt. Saga kisu gömlu er á þessa leið: Pegar lniii átti síðast ketlinga, þá voru þeir allir drepnir. Kisa gainla undi sér illa eftir barnamissirinn og í þessum raunum, [tá hugkvæmdist henni þetta snjallræði: Hún náði sér í hænuegg og ungaði því út. Og hér er nú mynd af henni með fósturbarnið sitt. — Zora Agrah

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.