Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 47 sæll draumur, er eg verð eins og svo oft áður að vísa á bug úr huga mínum“. „Við skulum nú sjá, hvað setur, kæra Naómí. Eg er nú vonbetri en þú“, svaraði Kládía glaðlega. „Mér er svo gjarnt á það í dag að líta á björtu hliðina á lífinu; framtíð mín sjálfrar er líka svo björt og blíð. Þrír dagar eru ekki lengi að líða og Javan get- ur varla gert oss mikið til miska á þeim tíifta. Og væri ekki fyrir höndum skilnaðurinn við þig, þá félli alt í ljúfa löð. Flýtum okkur nú heim í salinn aftur, til þess að eigi verði tekið eftir langri fjar- vist okkar. Mundu, að við eigum að fara af stað fyrir afturelding; eg fæ kannske ekki færi á að tala við þig eina áður“. Þær stóðu upp af marmarabekknum, sem þær sátu á; þá heyrðu þær þrusk í þétta kjarrinu, sem var i kringum þær; Naómí lagði í skyndi hendina á hand- legg Kládíu og hóf upp fingurinn til að benda henni að þegja. Þær lituðust um báðar og' sáu greinilega hvar maður fór, læddist sá burt í skyndi og hvarf í gagnstæða átt við þá, er húsjð var í. „Javan!“ hvíslaði Kládía, eins og á nálum, er mað- urinn var horfinn. „Guð forði því“, svaraði Naómí og stundi þungan, „ef hann hefir setið um okkur, þá eru allar ráða- gerðir okkar orðnar uppvísar og við öll svikin. Þeg- ar við gengum eftir súlnaganginum, þá gekk Javan út úr stóra salnum til viðtals við hinn ískyggilega vin sinn, ísak ráðherra, og hann sá okkur áreiðan- lega ekki. En hver sem svo hefir hlustað á samræð- ur okkar, þá getur það haft alvarlegar afleiðingar. Flýtum okkur nú aftur til foreldra minna. Vel get- ur verið, að leynimaðurinn hafi ekki verið hérna lengi og hafi, ef til vill, ekki einu sinni þekt okkur“. En í sömu andránni heyrðu þær hróp og köll í húsi Maríu; hörpur voru slegnar og bumbur barð- ar; bárust þau hljóð með ljúfri kvöldgolunni að eyrum stúlknanna; en sá hljóðfærasláttur þagnaði brátt og heyrðust þá angistaróp og vein. Það sá bregða fyrir ljósum hér eða þar; hópur kvenna ruddist út úr súlnaganginum og flýði í miklu fáti út í garðinn. Það var augljóst, að í eitthvert óefni var komið og þær Naómí hröðuðu sér til að vita. hvað í efni væri. Þær mættu Maríu Bethezob og nokkrum þernum hennar; voru þær hlaðnar af silf- urkerum og gullkerum og dýrindis húsmunum og skunduðu þær út í garðinn þar sem hann var dimm- » Já«. Sir Francis setti einglyrnið upp og horfði steinhissa á mig. »Hamingjan góða, er það virkilegt. Eigið þér við að liosemary hafi þeg- ar . . .« Jeg hló — einkennilegur hlýtur sá hlátur að hafa verið — eg sagði svo með ákafa: »Já, Rosemary hefir þegar valið. Iíún sagði mér það sjálf í dag, og hún bað mig um að segja yður það. Hún þorði það ekki sjálf, en hinn útvaldi er víst dálítið feiminn og hafði ekki treyst sér til þess. Síðan eg kom heíi eg verið að hugsa um, hvern- ig eg ætti að hefja þar til heppilegar umræður, en svo gáfuð þér mér tæki- færið. Það er næstum því kátlegt!« Djúp þögn ríkti í nokkuv augna- blik. Sir Francis liallaði sér aftur á bak í stólnurn; þaö var eins og hann hefði elzt um mörg ár á einu augna- bliki. »Jæja, svo Rosemary hefir valið«, sagði hann blíðlega. »Það eru mér eiginlega vonbrigði, Pétur. Eg lieíi altaf vonað . . .« Hann hætti alt í einu, rétti úr sér og horfði einbeitnis- lega á mig. »Hver er það?« spurði hann með rannsakandi rödd. »Það veit eg ekki«, sagði eg. »Hún vildi ekki geta nafns hans við mig, en sagði að eg þekti hann, og hann væri mjög elskulegur, en dálítið ó- framfærinn. Það var alt, sem eg fékk að vita«. »Það var einkennilegt«, sagði Sir Francis, »sagði hún ekkert nánar um hann?« Eg andvarpaði, því eg var orðinn leiður á þessu samtali, og óskaði að- eins að komast í burtu sem fyrst, til að geta verið einn. »Hún sagði«, svaraði eg, »að þér hefðuð sagt fyrir nokkru, að það væri sá eini maður, sem þér vilduð að hún

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.