Heimilisblaðið - 01.01.1932, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
3
Slnni fyrir borð, að sonur hans verði þess þá nafnbót, að heita konungur konung-
^aklegur að taka við ríkinu eftir hann. anna, skuggi hins almáttuga og miðdep-
a> sem þá kórónu hlýtur, öðlast með henni ill heimsins.
Vökumaður, hvað líður nóttinni?
Vtdráttur úr ermdi próf. K. Vold á Lands-
vennestevnet í Skien í Noregi 26. ág. í sumar.
Valg. Skagfjörd, stúd. theol., íslenskadi. —
Jes. 21, 11.
Pi'ófessorinn mintist fyrst á heimsslita-
'°nirnar, sem einkendu þá tíma, er Jesaja
nði og starfaði. Hinn rétti skilningur á
Ijessum orðum spámannsins er sennilega
Sa> að hann sér ekki nein fullnaðarúrslit
1 næstu framtíð. Enn um stund mun nótt-
!n vara og ljós og myrkur heyja baráttu
'nnbyrðis. Sýn spámannsins hefir aðeins
nrt honum að morguninn sé íjarlægur enn.
ess vegna biður hann þá, sem eru að
sPyfja hann, að koma aftur og- spyrja. —
>:>Vökumaður, hvað líður nóttinni«. Hve-
^aer roðar fyrir nýjum degi? Hvenær fá-
Urn við að sjá votta fyrir San Salvador
1 sjóndeildarhringnum? Drottinn vér bíð-
Urn bess að birta taki af degi.
. Vorir tímar eru þrungnir af eftirvænt-
lnSu. Allir erum vér sammála um það að
^'r oss grúfi sig geigvænt náttmyrkur.
er væntum allir einhvers. Því miður er
ln'kill meiri hluti samtíðarmanna vorra
'Heigðir að efnishyggju. Þess vegna virð-
!st þeim myrkrið mest yfir viðskiftalíf-
og öll þeirra hugsun snýst um það.
að er viðskiftakreppan, sem nú nær yfir
allan heim, sem þeim finst vera dimm og
k'eigvæn nótt. Þeir vænta hins nýja dags
1 viðskifalífinu. Þegar heimskreppunni
°ttir, þegar viðskifatraustið endurlifnar,
negar fjör færist í viðskiftalífið, þegar
^gt verður aftur að græða fé, þegar
'amleiðslan eykst, þá rennur upp hinn
llyji dagur. Og margar spurningar eru
lagðar fyrir sérfræðingana: Hvernig' er út-
litið nú? Hvenær fer kreppunni að létta
af? Hvenær kemur hinn nýji dagur við-
skiftalífsins?
En það er fjöldi manna í öllum lönd-
um, sem veit að þetta alt, viðskiftalíf,
fjármál, atvinnumál o. s. frv. er ekki það,
sem mest er um vert. Það rennur ekki
upp nýr dagur yfir maankynið, það verð-
ur ekki nýr dagur í heiminum, þótt krepp-
unni létti af. Nei, vér höfum þörf á nýj-
um degi í miklu víðtækari skilningi og á
alt annan hátt.
Heimurinn er þrunginn af framtíðarvon-
um. —
Sérstaklega er það hinn kristni söfnuð-
ur, sem eðlilegt er, sem hugsar mikið um
þessa spurningu: »Vökumaður, hvað líður
nóttinnni?« Er morguninn í nánd? Birtir
brátt af hinum bjarta degi?
Margir menn innan hins kristna safnað-
ar rannsaka með nákvæmni og eftirvænt-
ingu spádóma biblíunnar og íhuga tákn-
in. Jafnframt rannsaka þeir tímana með
mikilli gaumgæfni. Eru táknin komin
fram? Eru táknin að koma fram nú? Kem-
ur Kristur bráðum? Svörin við þessum
spurningum eru mjög mismunandi. Sum-
ir halda því fastlega fram, að hinir síð-
ustu atburðir séu nú að gerast. Hinir
miklu viðburðir hinna síðustu tíma séu að
gerast núna. Já, þeir eru meira að segja
til, sem halda því fram, að Kristur sé
þegar kominn. Vér sjáum af því, að sú