Heimilisblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 10
42
HEIMILISBL AÐIÐ
Hún roðnaði, eins og barn, sem hrósað
ei- fyrir vel af hendi leyst starf.
Hann leit ofurlítið til hliðar oo- kink-
aði kolli til hennar.
»Þetta var ósköp elskulegt af yður,«
sagði hann.
»Elskulegt af mér ....?« tók hún upp
aftur. »Þér sem eruð að berjast fyrir lífi
mínu!«
Þau horfðust í augu andartaksstund,
og augnaráð þeirra sagði meira en nokk-
ur orð. Og augu hans sögðu ungu stúlk-
unni leyndarmál, sem gagntók hana alla.
Hún dró andann djúpt og titrandi, var-
ir hennar skulfu og hún stokkroðnaði.
Á þessu augnabliki skildist henni, hvern-
ig komið var fyrir henni. Nú var henni
alt i einu ljóst, að hún elskaði hann, og
að hann elskaði hana — meðan dauðinn
sat hér um þau bæði. Á Þessu augnabliki
mundi hún ekki frekar eftir Giles, held-
ur en hann hefði aldrei verið til.
Hún laut i áttina til Belmonts. Andlit
hennar lýsti ákafa og eftirvæntingu, og
augu hennar blikuðu skært.
»Nú skuluð þér segja mér það — nú
hefi ég rétt til að vita það,« hvíslaði hún.
»Þér eruð saklaus í glæp þeim, sem þér
eruð sakaður um? Er það ekki rétt? Nú
verðið þér að segja mér það. Ef þér hafið
gert það, hlýtur að hafa verið óhjákvæmi-
leg ástæða til þess, alvarleg . .. .«
Hann hristi höfuðið.
»Segið mér það nú,« mælti hún í bæn-
arróm.
Hann ldemdi fast saman munninn og
starði fram hjá henni út í klettagöngin,
þar sem alt var enn með kyrð og spekt.
»Ég get ekki sagt yður ])að,« tautaði
hann. »Ég get ekki einu sinni trúað yður
fyrir því. Það sem orðið er, heyrir for-
tíðinni til. Við skulum ekki tala um það.
Hvað snertir það okkur núna.«
»JÚ, jú ....« mælti hún með ákefð.
En hann brosti á ný og hristi höfuðið.
»Ég elska yður,« mælti hann, og rödd hans
var alveg róleg, eins og hann væri að segja
henni frá einhverju, sem henni væri vel
kunnugt áður, og hann ætlaði sér als ekki
að dylja. »Ég elska yður heitara en lífið
í brjósti mér. Þér eruð hið einasta, hið
bezta og dýrmætasta fyrir mig í heimin-
um. En samt sem áður - þótt ég elski
yður — get ég ekki sagt! yður neitt um
þetta. Ég get það ekki — ég má það ekki.«
Hann hætti alt í einu, og varð sem hon-
um veitti erfitt að rífa sig út úr hugsu11"
um sínum. »Hve mörg skothylki höfun1
við eftir?« spurði hann.
Hún taldi þau. »Þau eru sextán,« sagð'
hún dauflega. Vonbrigðin voru enn allð'
sæ á andliti hennar.
Hann kinkaði kolli. »0g ég hefi sex. Paí
verða tuttugu og tvö. Við getum baris
stundarkorn enn. Til þessa hefir hver ma<!'
ur fallinn kostað okkur eitt skothylki. É!-1
það verður eigi talin nein bruðlunarsem1-
Og við þraukum!« Hann leit á hana,
augu hans sögðu henni, að hann ætlað'
að gera sitt ítrasta — hennar vegna.
Hún var svo ung, alt of-ung til að dey.la-
Og svo fögur. Heimurinn hafði svo marg.
að bjóða henni, en honum svo lítið.
það fyrir henni að liggja að deyja núna’
yrði hún að snúa baki við svo mörgu. En
honum var dauðinn aðeins velkominn gest'
ur — hvíld og friður.
»Guð fyrirgefi mér, að ég hugsa sv°
mikið um sjálfan mig,« tautaði hann °~
sjálfrátt.
»Um sjálfan yður — hugsið þér yfn'
leitt annars nokkuð um sjálfan yður-(
spui'ði hún.
»Já, það geri ég. Ég er að hugsa uffl ý'
og ég gleð mig við þá hugsun, að dauð'
ann muni bera brátt að höndum fyr’n
okkur bæði. Eg gleðst við þá hugsun, a
við fáum að deyja saman.« Rödd hanS
titraði lítið eitt. »Þegar við stöndum nU
hérna fyrir dauðans dyrum, er eigi nanð-
synlegt að nokkurt leyndarmál sé okka1
á milli. Það á heldur ekki að vera.
elska ,yður!«
»Og ég — ég elska yður/< hvíslaði hun-
»Það er eins og þér segið, að það má en£,'
in óvissa eða leyndarmál standa okkar a
milli — eða hvað? Nú hefi ég líka r-ét
til að spyrja yður um það, sem ég hetl
spurt yður svo oft áður ....?«
»Ég er enginn morðingi,« sagði hanh
fremur lágt. »Ég hefi ekki rnyrt þenna
mann.«
»0, Guði sé lóf! En ég vissi það r~~ýf
var alveg viss um það,:« sagði hún í hált'
um hljóðum. »1 hjarta mínu, hefi ég ekk1
efast um það eitt einasta augnablik '
síðan ég lærði að þekkja yður, eins
þér eruð.« Hún leit upp, og augu hennar
ljómuðu af hamingju þeirri, er nú fyP’
allan huga hennar. »Ég vissi það.«