Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 12
44 heimilisbl^ðið ir klettinum, skjálfandi af hræðslu, hug- laus bleyða. Honum hafði hún heitið eig- inorði. Hún hafði lofað að verða konan hans. Hún þakkaði sínum sæla, að hún hafði nú loksins fengið að sjá þenna mann í hans féttu mynd, og það fór hrollur um hana við tilhugsunina um þann möguleika, að svo hefði getað farið, að hún hefði ekki lært að þekkja hann rétt, fyr en um seinan. Hvílík hræðileg tilhugsun, að hafa ef til vill orðið að giftast þessari and- styggilegu bleyðu. Þá vildi hún þúsund sinnum heldur deyja við hliðina á þess- um manni, sem hún bar djúpa virðingu fyrir og elskaði af stóidátu og ærlegu hjarta — þúsund sinnum heldur dauðann, úr því þeim vai' meinað að lifa. En nú sneri alt saman þannig við, að hún átti aldrei að verða kona nokkurs þeirra, Giless eða Belmonts. Nú átti dauð- inn að sameina hana manni þeim, er hún unni hugástum, og því horfðist hún ó- hrædd í augu við dauðann, án þcss að blikna eða hika. Þetta átti að verða brúð- kaup hennar. Samhliða mundu þau hníga niður og hverfa í eilífðarinnar sæla skaut. Hún var alveg hissa á sjálfri sér, að hún skildi geta mætt öllu þessu með ann- ari eins róserni og jafnaðargeði. Hún var alin upp á auðmannaheimili við alsnægt- ir og aðdáun. Alla æfi hafði henni ver- ið forðáð frá öllu. því, er verið gæti henni til ama og' óþæginda. Það mátti ekki einu sinni næða á hana, og hún var vön dekri og sífeldri umhyggj.u og nærgætni á alla vegu. Og nú var hún hér niðurkomin •— á eyðiey — þar sem hún hafði orðið að gang-a að erfiðri vinnu, og hafði orðið að leggja á sig mikla áreynzlu og hættur, orðið að reyna margt og mikið, sem hana hefði aldrei órað fyrir. Hún furðaði sig mjög á, að hún skyldi hafa hugrekki til að standa örugg í annari eins hættu, og hún var nú stödd í, og bjóða sjálfum dauð- anum byrginn. Ralp Belmont horfði á hana í þögulli aðdáun, sem var jafn sterk sjálfri ást hans til hennar. Tæpa tíu, metra frá þeim var tugur manna, - er aðeins voru menn að nafninu til, mannverur, sem ekki þektu önnur eins hugtök og miskunnsemi, hlífð. æru, en létu stjórnast af blindri, dýrslegri eðlishvöt. En þrátt fyrir þessa ógurlegu hættu, var hún róleg og föguir til að sjá, og ekkert æðruorð kom yfir varir henn- ar, þrátt fyrir það, að hún vissi, hver end- irinn hlaut að verða, og hve hann var nærri. Hún var aðdáunarverð, og hiart" hans var þrungið af sælukendu mikill '- b yfir því, að hafa náð ástum sííkrar koiuu Sannarlega var dauðinn lítið vei’ð f.v''11 svo dýrmæta gjöf! En samfara þessu óx honum óbem.1'1 kjarkur og viljaþróttur. öll sjálfsbiargai'- viðleitni hans stefndi nú í þá átt, að verja sjálfan sig', til þess að geta váríð hana- Hann ásetti sér, að berjast fram í rauðan dauðann — fram á síðasta augnablik' Harðneskjulegu brosi brá fyrir á vörui" hans, hann greip fastara ufn riffi'skeft- ið og stóð grafkyr og beið - - bcið rólca'- ur, meðan mínúturnar seigluðust áfram, og sólin rann hægt fram yfir himininn, eins og glóandi eldhnöttur. Stundarfjórðungur leið, — svo háH stund, stundarfjórðungur á ný - heil stund, án þess að vcttur sæist þess, að óvinirnir hefðust nokkuð að. Líkin, sem lágu sundurkramin undir steininum 1 klettaskorunni, voru ræningjunum ský'' sönnun þess, hvers þeir mættu vænta, ef þeir önuðu áfram í blindni. Þeir lágu þv' alveg grafkvrrir. Það var auðséð, að þeii' voru — eins og Belmont — að bíða þess- að eitthvað gerðist. En Belmont ásefti sér, að það skyldi verða þeir, er h rfu árásina. Alt í einu var kyrðin rofin af hásr' rödd, er kallaði eitthvað. Be'mont liafðj enga hugmynd um, hvað kall þetta átti að þýða, en það var honum kærkomin til- breyting í langdreginni kyrðinni. er að loku.m var tekin að hafa ill áhrif á t'aug- arnar. Nú heyrðist röddin á ný. En Bc'mon' hreyfðj sig ekki úr stað. Úr skýli s;nu bak við klettabrikina gat hann ekki séð stein þann, er ræningjarnir höfðu falið sig und- ir. Hefði hann getað séð þangað, myndu þorpararnir einnig hafa séð hann, og þá myndi banvæn kúla brátt hafa fundið leið- ina til hans. En hann gat samt séð spöl- korn fram eftir klettaskorunni, fram u.nd- ir steininn, en það voru aðeins fáein fet. og að þessum fjarsta bletti einbeindi hann nú athygli sinni. Fyrsti maðurinn, er hætti sér svo langt, var dauðans matur! »Þeir eru farnir að hreyfa sig,« hvísl- aði Elsa. Belmont kinkaði kolli. Hann hafði einn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.