Heimilisblaðið - 01.02.1931, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ
27
»Lofió mér aó lyfta yður ofurlítió«,
mælti hann, »svo að hcr náið betur í sval-
an blæinn«.
»Snertið — snertið mig ekki!« hvíslaði
hún. »Snertið mig ekki!«
»Fyrirgefió«, mælti hann. »En gætuð
þér ekki allra snöggvast gleymt hver eg
er, og lofaó mér að hjálpa yóur?«
Hún hristi höfuóið.
»Farið þér burt — og látið mig vera!«
Hann draup höfði. »Eins og yóur þókn-
ast. Pað er eftir ofurlítill sopi af vatm —
það er að vísu ekki mikið, en það er handa
yður«. Iíann sneri sér allt í einu snögg-
lega við. Hann hafói orðió var einhverrar
hreyfingar fyrir aftan sig. Annar mann-
anna hafói hreyft sig. Hann hafói náó í
steinbrúsann og stritaðist nú við að bera
hann upp að munni sér.
Ralph Belmont tautaði blótsyrói og
staulaðist aftur þangað, sem hann hafði
setið áóur.
»Mér þykir það leiðinlegt, en þér getið
ekki fengið þenna vatnsdropa«. — Hann
studdi höndinni á öxl mannsins.
Maðurinn leit upp meó tryllingslegu
augnaráói.
»Unga stúlkan þarna á að fá þetta vatn,
skiljió þér — hvern dropa af því«, sagði
Ralph. »Burt með finghrna!«
Maðurinn hélt dauðahaldi í brúsann,
hnykkti og rykkti í hann og reyndi að bíta
Ralph í hendina.
Þeim lenti saman í haróvítugum áflog-
um stutta stund. Maðurinn hafði sem
snöggvast afl örvitans og' Ralp var það
ljóst, að hann myndi verða að lúta í lægri
hluta fyrir þessum vitstola manni. En
alt í einu linuðust tök hans, og maóurinn
hneig kveinandi og emjandi niður á þili-
urnar.
PAðeins einn einasta dropa«, stundi
hann lafmóður. »Einn einasta dropa —
í guðanna bænum! Eg er aó deyja — djof-
ullinn þinn — Eg er að deyja! Geföu^iér
aðeins dropa!«
»Unga stúlkan á að fá vatnió«, sagói
Ralph á ný.
»Fjandinn hafi hana — hún er stein-
dauð! Láttu mig fá vatnið — aðeins einn
dropa! Við — vió skiftum því á milli
okkar — þú ,og eg!«
Ralph helti fáeinum dropum í krús-
ina.
»IIérna«, sagó hann. »Meira fáið þér
ekki. Nú á hún að fá afganginn«.
Giles sötraði þessa fáu dropa græðgis-
lega.
»Meira!« sagði hann hálfhvæsandi, og
drafaði í honum tungna. »Þetta var ekkert
- alls ekkert. Láttu mig' fá dálítið meira!«
Ralph .hristi höfuðió.
»Ekki einn dropa. Hún á aó fá afgang-
inn. Mér þykir þetta leiðinlegt yðar vegna,
en eg hefi heitið henni þessu«.
Giles lá blótandi og hótandi á botnþilj-
um bátsins, unz hann tók að barma sér á
ný og fara bónarveginn. Nú bauð hann
peninga, aleigu sína.
»Eg hefi 3000 krónur í seðlum í vasa
mínum«, stundi hann upp. »Eg ætla að
láta yður fá þessa peninga fyrir það, sem
eftir er af vatninu. Verió þér nú ekki aó
þessari heimsku, eg segi yður satt, að hún
er dáin — Elsa er dáin, eg veit að hún
er dáin!«
»Hún er á lífi og hún á að fá vatnið.
Þér hafið feira að segja fengið allt of
mikið. Þér fáió ekki n\eira«.
Ralph mælti þetta í ströngum og mvnd-
ugum róm, svo að Giles varð það ljóst, aó
þetta var bláköld alvara hans. Hann tók
því að l arma sér a ný og þrábiója sér
hjálpar, en smám saman dró mátt úr hon-
um, og röddin þagnaói, — dúnmjúkt
myrkrið féll á, og vafðist utan um þá og
huldi allt.
Þetta var' fimmta nóttin, síóan Albertha
fórst. Ilvað skyldi fimmti dagurinn bera
i skauti sínu?
Ralph sat í framskutnum, en við Idið
hans stóö steinbrúinn með hinmn siðustu