Heimilisblaðið - 01.02.1931, Qupperneq 8
28
HEIMILISBLAÐIÐ
I
flyrmœtu dro-.um. — Varir hans voru
skorpnar og sprungnar. Hann lifói þau
augnablik öðru hvoru, að hann óttaðist
sjálfan sig. Þorstinn var hræðilegur, og
löngunin nærri ómótstæðielg til að grípa
brúsann og tæma hann í botn. Hann gat
gert það. Hérna rétt vió hliðina á honum
voru fáeinir munnsopar af vatni. Og þaó
var enginn, sem gat meinað honum að
neyta réttar síns. Hér var aóeins unga
stúlkan í afturskutnum og maðurinn, sem
lá eins og duður við fætur hans.
Hvers vegna ætti hann að vera að hugsa
um þessar tvær manneskjur? Þær voru
honum einkis virói. Hún fylltist hryllingi,
ef hann snerti hana, og maðurinn blótaði
honum og bannsöng langar leiðir. I þeirra
augum var hann illþýði og villidýr, —
óskepna, sem átti ekki einu sinni skilið
að lifa. Hvers vegna ætti hann þá að vera
að hugsa um þau? Hann átti vatnið með
eignarrétti hins sterkasta. Hann heyrði
gutlió í því á brúsanum, og hljóóið ætlaði
alveg aó gera hann sturlaðan. Þaó var al-
veg óbærilegt.
»Guð minn góður«, tautaði hann, »hjálp-
aóu mér til að halda orð mín!«
Þá var það eitthvaó, sem hreyfói sig rétt
við fætur hans og stundi. Honum datt
hinn maóurinn í hug, Effington lávarður.
Og hann fór að brjóta heilann um hvaða
samband myndi vera á milli þessa manns
og ungu stúlkunnar — hvort hann væri
bróðir hennar, — frændi, eóa ef til vill
unnusti hennar.
Hann mundi að maðurinn hefói kallað
hana Elsu, og að hún hafði kallaó hann
Giles. Það var eitthvað annað og meira á
milli þeirra en eintómur ferða-kunning-
skapur. Hann leitaðist við að festa hugann
við þessi heilabrot, aðeins til þess að fara
ekki aó hugsa um vatnið.
Allt í einu fann hann eitthvaó hreyfast
við hliðina á sér. I myrkrinu kom hönd
fálmandi og þreif í brúsann. Hendur
þeirra rákust á í myrkrinu, og í augna-
bliks bræói sló Ralph út í myrkrið. Hann
hitti eitthvað — andlit hins mannsins —
og stynjandi hneig maðurinn aftur ofan
á bátsþyljurnar.
Nóttin var stutt — eins og hún er ætíð
á þessum breiddargráðum. — Senn varó
mvrkrið grátt, breyttist í þokukenaan,
gráan hjúp, sem gyltar geisla-örvar
smugu óófluga gegnum; svo fossaói sólar-
ljósió út yfir hafið, og það varð dagur
á ný.
III.
Pau sem eftir lifóu.
Ralph reis á fætur. Hann var máttfar-
inn og svimaði. Eins langt og augað eygði
lá hafið glitrandi í sólskinuinu, án þess að
nokkur blettur sæist. Undanfarna daga
hafði hafið verið lognkyrt og spegilslétt,
en nú gáraðist það af hægum andvara.
Þessi himinsendi vindblær hafði rofió
tilbreytingarlausan hafflötinn og breytt
honum í óteljandi glitrandi smábylgjur;
kulið blés gegnum hárið á honum og sval-
aði honum um andlitið. Hann teygaði hinn
hressandi svala djúpt og lengi og bað í
hljóði allar helgar vættir, að þetta mætti
vara sem lengst.
Hinn maðurinn í bátnum lá eins og
hrúga við fætur hans. Andlitið sneri nið-
ur og hendur og fætur stóóu svo skringi-
lega út í loftið.
Ralph laut nióur og reyndi aó reisa
manninn upp, en höfuð hans hneig mátt-
laust nióur aftur.
»Dauður, veslingurinn!« tautaói hann.
»Mér þykir fyrir að eg barði hann, en eg
var neyddur til þess. Jæja, honum líðnr
þó betur, þar sem hann er nú«.
Hann helti í krúsina úr brúsanum og'
ætlaði á aó nú væri aðeins ein krds eftir
af vatninu. Síðan setti hann brúsann nið-
ur í kjalsog bátsins, svo að hann skyldí
sem minnst standa í sólskininu, og svo
gekk hann með fulla krúsina afíur eftir
bátnum til stúlkunnar.
IJún hafói sofið, en er hann nálgaóist,
opnaði hún augun.