Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ
31
liinn Irœyi pýski prófessor Einstein er leikinn í
pví ad fara med fidlu. IIér' sjdió pid hann (til
vinsri) med einurn félaga sínum, sem líka er pró-
fessor. Peir liéldu bádir saman söngskemtun fyrir
skemmstu til líknar fátækum og sjúkum.
ast mátti verða, og því hlaut María Katrin
þó að hafa veitt eftirtekt. Og hann sagói
við sjálfan sig, að ef hamingja þeirra ætti
að vera undir því komin, aó hún sæi í hon-
um hinn sama aðdáunarverða mann, eins
og söguhetjurnar, sem faðir hennar las
hátt fyrir hana, þá hlyti hún að hrynja.
Hann vitdi gefa henni ró og tíma til aó
átta sig og sýna henni kærleika sinn með
nærgætnum, ljúfum tilfinningum, en ekki
með frekjufullri, holdlegri ást, sem hann
fann að hún hafði viðbjóð á.
Enginn þoldi þó jafnmikla önn fyrir
þetta, eins og Poulsens-fólkið. Pau hjón
höfðu aldrei fagnað þessum tengdum og
aldrei skilið, að dóttir þefrra gæti oróið
hamingjusöm með þessum manni, er væri
svo ólíkur þeim, sem hún þekkti. En svo
lengi sem hún brosti vió þeim, var eins og
allt félli í ljúfa löð, þá urðu þau að beygja
sig fyrir þeim staóreyndum. En nú var
sorg og áhyggja sezt aó í hugnæmu stof-
unum. María Katrín hafði verió eftirlætis-
goðið þeirra allra og sannur sólargeisli
hverjum þeim, sem komu á þetta gestrisna
heimili.
öll Brok-ættin fann sárt til hins rauna-
lega heimilisástands hjá Nielsi. Paó fólk
var allt svo samhuga, að gleði og sorgir
einstaklinsgsins höfðu áhrif á það allt. Og
þó að enginn vissi, hvað gerst hefði, þá
mátti þó glöggt sjá, aó hið bjarta, far-
sæla heimili var komió á ringulreið.
Eitt kvöldið sagói hr. Poulsen: »Eg hafði
heim með mér nýjan þrísöng. Mér finnst
við ættum að reyna hann og hrista svo
meó honum áhyggjurnar af okkur í svip-
inn«.
Svo tóku þau hljóófærin og léku fyrsta
þáttinn. Síðan kom lítið og inndælt dans-
lag, sem var raddsett fyrir knéfiðluna og
hljómaði eins og mansöngur. Jóhannes lék
hann hárrétt eftir nótunum; en síðan
lagði hann skyndilega bogann frá sér
og hrópaði upp:
»Eg get það ekki, lag'ið er altof fag-
urt; það er eins og' Múlla sæti og raul-
aði það í eyra mér!«
»0, Jóhannes, en hve það er þungt að
bera þetta alt«, sagði frú Poulsen and-
varpandi.
»Svona, börn, spilum áfram«, sagði
jústizráðið, »það er huggun að sönglist-
inni«.
»Já, heldur þú það líka pabbi?« spurði
Jóhannes, »eg hefi hugsaó svo mikið um
þessar mundir um sanna sönglist og sann-
ar bókmentir og listir og alt slíkt, sem
við höfum svo oft haft oss að skemtun,
hvort þaó geti hug'gað oss og' haldið oss
uppi í dýpstu sorgum«.
»Og að hvaða niðurstöðu hefur þú svo
komist?« Og' hann leit á Jóhannes ótta-
blandinn, og skildi hann það ekki,