Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 10
166 HEIMILISBLAÐIÐ að borð þyrði'að beita sér — myndi verða einkis nýt. Það fór hrollur um Belmont við tilhugsunina um, hver myndu verða örlög ungrar stúlku, er lenti í höndumþess- ara mann-djöfla. Aldrei fyr hafði hann fundið til annars eins ótta og kvíða, né annarar eins líf- hræðslu. I öllum öðrum kringumstæðum mundi hann með gleði hafa kvatt lífið — einmitt núna. Hann hafði haldið henni í faðmi sér, hafði f.undið kinnar hennar fast við vanga sinn„ og andardráttur þeirra beggja hafði blandast saman þessi óttalegu augnablik, er yfir þau hafði geng- ið. Þá hafði sú tilfinning gripið hann — jafn fánýt og fjarstæð, sem hugsast gat -— að hún tilheyrði honum honum ein- um. Til hans hafði hún horfið, er hún var í hættu stödd, honum hafði hún treyst — það var þess vert, að því yrði eigi gleymt, það var minning svo dýrmæt og kær, að hún mundi vega á móti öllu öðru, er dauð- ann bæri að höndum. Belmont hélt brosandi á stað í þessa hættulegu för sína. Hann tók að klifra mjög gætilega ofan klettaklungrin, sem rifu og skáru hendur hans til blóðs. Stíg- vél sín, þessa ómetanlegu óþarfagripi, hafði hann skilið eftir. Hann hafði látið hana fá þau, og hann vildi ekki biðja um þau aftur. Auk þess heyrðist minna til hans, er hann var berfættur. »Herra Belmont!« Hann þver-stansaði og leit við. Hann var þegar kominn spölkorn áleiðis. Hann leit aftur — upp á við. Það var hún. »Hvert eruð þér að fara?«í »Effington lávarður veit um það«. »Segið mér það!« Hann hikaði við. »Eg er á leiðinni ofan eftir til þess að grennslast eftir hvernig ástatt er«, mælti hann. »Eg ætla að líta eftir, hvort þræl- mennin eru þar ennþá«. »Já, en það er voðaleg áhætta fyrir yð- ,ur, þetta!« mælti hún. »Það er nú engin hætta með það«, sagö' hann í sannfæringar-róm. »Eg laeðist þangað ofan eftir hægt og gætilega. Eg' skal víst gæta þess, að þeir verði n1111 ekki varir — ef þeir á annað borð ei’U færir um að sjá nokkuð. En á hinn bog' inn«, mælti hann hikandi, »maður á ekk' að fullyrða um neitt óvíst — ungfrú Ven- tor«, hann leit snöggt ,upp til hennar, »v>b' ið þér heita mér einu, og viljið þér haléa það heit?« Hún kinkaði kolli. »Já«, svaraði hua hálf-hissa. »Marghleypuna, sem þér fenguð, meg>° þér ekki af höndum láta eitt einasta augnablik«, sagði hann með ákefð og vöruþunga. Biðji Effington lávarður uiu hana, verðið þér að neita. Vopn þetta et' sem stendur hið aUra verðmætasta, seiu þér hafið í eigu yðar, ----^XSX^—----- LJÓÐIN MÍN. (Ernst v. der Recke). Eg lílci ei Ijóðum míríum við látlaust streymandi fljót — þau líkjast meir læk í skógi, sem leikur við bjarkar rót. Mín Ijóð er skógarlækur — en leita þó sœvi mót, eg vona hann rati að víði eins vel og hið mikla fljót. Bjarni Jónsson■ -------------- STAKA. Væri yndi ef að menn eyddu blindum rökum, ynættu bindast allir enn eðallyndum tökum. A. H. Sigwrðsson-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.