Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1912, Side 4

Heimilisblaðið - 01.10.1912, Side 4
76 HEIMIUSBLAÐIlÐ Börnin 1 Kína. Fyrstu ár barnanna. Drengirnir í Kína eru teknir langt írana yfir stúlkurnar. Þær eru álitnar sem nokkurskonar óæðri verur, sem einungis eru fyrir og fjölskyldunni til byrði. Sé um dreng að ræða, er fæðingin sameigin- legt gleðiefni fyrir fjöiskylduna. Faðirinn gengur á milli allra hreykinn og ánægður og segir frá, hvað hann hafi eignast skemtilegan strák. Ef um stúlku er að ræða, kemur annað hljóð í strokkinn. Enginn skiftir sér af henni, og vanalega er þeim fleygt út í hom og þar látnar eiga sig. Faðirinn nær ekki upp í nefið á sér fyrir vonsku og getur ekki um við neinn hvað skeð hafi. Sé nokkur svo slysinn, að óska honum til heilia með nýfædda dóttur, rýkur hann upp í bræði og segir: „Uss, nefndu það ekki. þetta er eitt af skepnunum". Sé faðirinn fátækur, er dóttirin enn síður veikomin, sérstaklega ef mörg börn eru fyrir. Pegar hann fer til vinnu sinnar að morgninum, lítur hann fyrirlitningaraugum til litla aumingjans og segir stuttur í spuna við móðurina: „Þú ættir að vita, að eg vil ekki sjá þennan grisling, þegar eg kem heim í kvöld“. Og vesalings móðirin skilur hvað hann fer; hún veit að hann vill að barninu sé fleygt í ána eða komið burt úr húsinu á einhvern hátt. fað hefir mikla þýðingu meðal Kínverja, á hvaða degi og á hvaða tíma dagsins barnið fæðist. Fæðist það t. d. á fimta degi mánaðar- ins, og sérstaklega ef það fæðist 5. dag 5. mánaðar, er ekki von á góðu. Þá eru það forlög þess faslákveðin, að það eigi að verða sjálfsmorðingi eða föður- og móðurbani. Aftur er miðdegið álitinn mjög heppilegur tími og boðar hamingju, auðæfi og metorð. Fæðist bamið síðari hluta dags, er það viss fyrirboði fátæktar og niðurlægingar. Kínverjar trúa því, að stjörnurnar hafi mikil áhrif á framtíð barnanna, og þessvegna eru stjörnuspámenn- irnir látnir segja fyrir förlög þeirra. Nóg er líka af spámönnum í Kína, enda taka Kín- verjar sér sjaldan nokkuð fyrir hendur án þess að leita ráða spámannanna. Undii eins og barnið er fætt, er spámaðurinn sóttur, og undir spádómi hans og ummælum er það komið, hvernig farið er með barnið. Hljóði spádómurinn þannig, að bamið eigi að færa foreldrunum óhamingju og örbyrgð, flýta for- eldrarnir sér að losa sig við það, annaðhvort er því lógað eins og skepnu, eða það er borið út eða selt. Það er hræðilegt en satt, að fjöldi smábarna er deyddur á þann hátt árlega i Kína, einkum stúlkubörn. í bæ einum í Kina bjó smiður nokkur með konu sinni, Þau eignuðust stúlku, sem innan skamms veiktist og dó. Annað barn eignuðust þau líka, sem dó líka ungt. Loks eignuðust þau þriðja barnið, stúlku, Foreldr- arnir hugðu nú að andi hinna fyrri barna mundi haía tekið sér bústað í líkama þessa barns og ætlaði að hefna sín á foreldrunum og færa yfir þau óhamingju. Bau afréðu því að losa sig við barnið og gjörðu það á þann hátt, að faðirinn fór með það út í smiðjuna sína og brendi það þar og blés undir á meðan hinn rólegasti. £ó er það ekki alstaðar í Kína, sem foreldrarnir eru svona grimmlyndir aðallega er það í Suður-Kina. (Frh.). K. H. B. $pa6mœli i Ijóðum. Verði ekki varist með sæmd voða, sem er fyrir dyrum, bezt er að bera með sæmd bölið, sem leiðir þar af. (G o e t h e). Meðtaktu gjörvalt sem gott; ganga þótt kunni mót óskum. Móttakirðu' eitthvað sem ilt enn verra reynast mun það. (X). -----—«-K>-0----

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.