Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
79
eg hrossafeiti frá í fyrravetur, sem hún var
að bræða og treina við handa okkur. Mér
þykir betri góður bræðingur heldur enn smiör-
líkið, sem fólk er að neyta og veit ekkert úr
hverju er búið tii.
Það skársta af kindaskjátunum er látið í
kaupstaðinn; það er ekki orðinn mikill skurð-
ur hjá bændum á við það, sem var í ung-
dæmi mínu.
Alt er sótt í kaupstaðinn, og ekki held eg,
að kaupmenn selji okkur sveitabændunum
ódýrara en ykkur“.
„Nei, það er nú víst likt“. sagði Bjarni:
gÞað er nú alt að hækka í verði hjá þeim“.
„Er það skemtilegt!" sagði Jón.
„Einkum það, sem menn geta með engu
móti án verið“, hélt Bjarni áfram, „t. d.
kaffl, sykur og tóbakið. Bað er þó enginn
hægðarleikur fyrir gamla menn að venja sig
af því. Eg segi fyrir mig, að eg yrði alveg
vitlaus ef eg hefði ekki upp i mig eÖa í píp-
una til lengdar".
„Sama segi eg“, sagði Jón, „eg býst við
að eg yrði ekki rólegur til skapsmuna ef mig
vantaði i nefið", og um leið tók hann skinn-
tuðru upp úr vasa sinum, nuddaði hana á
milli handanna, helti síðan tóbaki á handar-
bakið og saug upp í neflð, eins og það gat
tekið á móti, en lét afganginn fara niður.
nEg læt það nú vera, þó að við fáum okk-
ur og í neflð", hélt Jón áfram, „og einstaka
sinnum geflns á glasið, he he he, það setur
okkur aldrei á hausinn, en glingrið og óþarf.
inn, sem kvenþjóðin er að heimta með hverri
ferð, það kostar skildinginn. Eg skal nú segja
þér dæmi:
Hún dóttir min ætlar suður í Reykjavík í
haust að menta sig til munns og handa, og
þessvegna þykist hún þurfa að fá stígvélaskó
— þá er ekki hægt að notast lengur við
Bauðskinnskóna — svuntuefni og nýtt slipsi.
Mér sýndist nú, að hún geta notast lengur
við gamla silkiklútinn, hann er ekki orðinn
svo slitinn, þó að hann sé eftir hana ömmu
hennar sáluðu. Og svo er konan að þessu
sífelda nuddi, nú bað hún mig um hálft pund
af rúsínum, gerpúlver fyrir 10 aura, kanel
fyrir 5 aura, lárberjalauf fyrir 3 aura, — það
hefði einhver vinkona hennar talið henni trú
um, að gott væri að hafa það í graut —
pipar fyrir 2 aura og saltpétur fyrir annað
eins, já, margt fleira, sem eg man ekki að
telja upp, og setti það heldur ekki á minnið.
Bað er ekki lengi að koma í krónuna með
þessu lagi“.
„Já, ekki held eg að okkur kaupstaðar-
búunum ofbjóði þetta", sagði Bjarni, „þær
eru heimtufrekari en þetta kaupstaðarkonurn-
ar og þá ungu stúlkumar ekki síður, sem
vilja helst fá nýjan silkikjól fyrir hvern dans-
leik. Ef þú þektir það alt eins og það er, þá
mundi þér verða nóg boðið. Nú, en margt
smátt gerir eitt stórt, segir máltækið, og það
er ekki lengi að draga sig saman, þegar alt
er eins dýrt og það er nú. Og ekki batnar
þegar stiku metra-lítra-kilómetrið, eða hver
þremillinn það heitir kemst á. Það hafa sann-
orðir menn sagt mér, og eg er líka alveg
viss um það, að það heflr einungis verið búið
til fyrir kaupmennina, svo þeir eigi hægara
með að féfletta ómentaðan almúgan.
(Frh.).
v
Draumur.
Eftir K. P. Rosogger.
Eina nótt dreymdi mig þennan draum:
Guð sat í dómarasæti sínu og kallaði stór-
menni heimsins fram fyrir sig, hvert eftir
annað -------
„Guð sagði við Móse: „Hvað heflr þú geflð
þjóð þinni?“
„Lögmálið".
„Og hverju hefir það komið til leiðar?"
„Syndinni".
Pví næst spurði hann Karl mikla: