Heimilisblaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
51
Ef ekki fyrir nánustu aðstandendur sina, þá
fyrir þjóðina sína og ættlandið.
Bergst. Kristjánsson.
Hfvað er bezt?
Hvað er bezt?
Hvað er vert að meta mest?
Ekki völd né yfirlæti,
auðlegð, skemtun, nautnar-kæti,
ekkert það, er ytra sést,
reynist bezt.
Hvað er bezt?
Hvað er vert að meta mest?
Það er kærleikssælan sanna,
sjálfsfórn vegna Guðs og manna,
sem af Drottins dæmi sést.
Það er bezt.
Hvernig má
hjartans göfugleik þeim ná?
Bið án afláts, bið um vilja,
bið um vit að megir skilja:
Jesú lyndisfar að fá
ríður á.
oB-t. 3.
|eykitréð fruarinnar.
Eftir Acjneta Tyregod.
III.
Nú runnu upp gleðidagar fyrir Kristínu.
Gamla frúin var svo góð og vingjarnfeg dag
hvern, og henni þótti eins vænt um Kristínu sem
væri hún hennar eigin dóttir. Hún stjórnaði
sjálf heimili sínu með aðstoð Kristínar, er brátt
varð svo dugleg við þau störf, að hún hefði vel
getað annast þau ein, hefði þess gerzt þörf.
En gamla frúin gætti þess vel að hún ofþreytti
sig ekki á neinn hátt.
Þegar kvölda tók, var kveikt á lampanum;
var þá rólegt og þægilegt inni í stofunni, er þær
sátu í. Gamla frúin prjónaði, en Kristín saum-
aði eða las hátt. Öðru hvérju komu bréf frá
syninum, og varð þá Kristín að lesa þau hátt
fyrir gömlu frúna, sem sat með tárin í augun-
um og hlustaði á hvað vel honum liði i borg-
inni . . .
Kristínu fanst veturinn líða eins og leikur,
og brátt hvarf snjórinn [er vora tók, og fyrstu
blómin fóru að gægjast fram.
Hvern eftirmiðdag gekk Kristín langan spöl
til þess að anda að sér 1 löngum teygum hinu
tæra, hressandi lofti; og sneri heim aftur hress
og blómleg.
Einn dag, þegar hún kom heim frá slíkri
göngu, sá hún gömlu konuna standa í dyrun-
um og veifa til sin bréfi, er hún hélt á.
„Kristín!“ hrópaði hún, „Níels kemur heim
í næsta mánuði, og dvelur heima í sumarleyf-
inu. En hvað það verður gaman.“
Nú varð nóg að starfa; alt var lagfært eftir
föngum, svo að það væri sem skemtilegast þeg-
ar sonurinn kæmi. Herbergi hans var skreytt
blómum. Loks stóðu þær, móðir hans og Krist-
in, og biðu þess að hann kæmi.
Alt í einu heyrðist vagnskrölt; þær flýttu
sér út i garðinn, einmitt þegar hann ók inn í
hann.
Hann stökk ofan af vagninum, og hljóp um
háls móður sinni. Svo þegar að Kristínu kom,
lét hann sér nægja að lýsa gleði sinni yfir því
með nokkrum orðum, hvað mikið gagn og á-
nægju hún veitti móður sinni og að hann þeg-
ar þekti hana af bréfum móður sinnar.
Loks komu þau inn í stofuna, og Níels fékk
sæti í hægindastólnum. Hann var kátur og fjör-
ugur, og urðu þau Kristín brátt beztu vinir.
Hún hlustaði með athygli á frásagnir hans af
lífinu í höfuðstaðnum.
Næstu daga gengu þau svo saman sér til
skemtunar um akra og skóga, og naut Níels
lífsins eins og skóladrengur, sem fengið hefir
leyfi.
Meðan Níels var heima, komu margir gest-
ir á búgarðinn, er fluttu með sér líf og fjör.
Nú kom það sér vel, hve dugleg Kristín var
við innanhússstörfin. Hún sá um það eftir föng-
nm, að gamla frúin gæti verið inni hjá gestum
sínum.