Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 8
54 HEIMILISBLAÐIÐ „Eg vildi sjá þig, faðir minn.“ „Og hvernig hefir þú komist alla þessa leið?“ „Eg gekk.“ „Hefir þú gengið alla leið frá Nýju-Jórvík og hingað?“ og hann þrýsti barninu enn þá fastara að sér. „Hvernig líður móður þinni?“ Litlu varirnar skulfu — en ekkert svar. „Svaraðu fljótt, barnið mitt, hvernig líður mömmu þinni?“ „Hún er dáin“, hvíslaði barnið að honnm. Þessi fregn kom veslings fanganum óvænt. Hann hljóðaði upp yfir sig, féll aftur á bak upp að múrnum, og löng stund leið áður en litla stúlkan gat lítið eitt stilt grát hans og ekka. „María, Maria, — hvenær dó hún?“ „Nú eru fjórtán dagar síðan. Hún sagði mér, að eg skyldi finna þig og hugga þig í raunum þínum.“ „Sagði hún þetta? Hún var auðvitað sjálfri sér lík — fyrirgaf alt.“ „Hún sagði líka að eg skyldi biðja Guð að hjálpa þér, svo að þú mættir yfirgefa vonda -vegi, og koma inn í himininn; þar gætuð þið svo fundist aftur og lifað saman sælu lífi.“ „í himininn! Eg i himininn!“ stundi hinn óhamingjusami faðir. Blíð orð og ástaratlot á allar lundir litlu, saklausu stúlkunnar unnu meira á en hlekkir og fangelsisvist áður hafði gert. Hið forherta hjarta var auðmýkt og tárin runnu niður eftir kinnunum. — Langa stund enn fengu ástvin- irnir að dvelja saman — Enginn hafði hjarta i sér til þess að skilja þau. — „Þegar þú verður aftur frjáls, faðir minn, þá verð eg hjá þér og veiti þér aðstoð mína. Móðir mín bauð mér það.“ „Veslings barriið mitt, svo þú ætlar að vera hjá föður þínum.“ „Já, faðir minn, móðir mín sa’gði að Guð mundi verða með okkur.“ En nú kom varðmaðurinn til þess að sækja Katrínu litlu. „Kemurðu aftur?“ spurði faðir hennar. „Ó, eg vil vera hérkyrhjá þér, faðir minn!“ „Nei, elsku barnið mitt, að svo stöddu verð- um við að skilja,“ mælti faðir hennar. Varðmaðurinn leiddi Katrínu litlu grátandi til yfirfangelsisvarðarins. Þar var þá maðurinn kom- inn, sem hafði mætt Katrínu á veginum um daginn. Hann var nú að leita hennar. Þegar hann sá Katrínu, mælti hann: „Eg skal taka litlu stúlkuna með mér, hr. yfirfangelsisstjóri. Dóttir nn'n verður henni eins og bezta systir. Hún dvelur svo hjá okkur þangað til faðir hennar er frjáls. Einu sinni i viku skal hún fá að koma hingað til föður síns; um það skal eg annast“. Þegar Katrín heyrði hve oft hún átti að fá að heimsækja föður sinn, færðist gleðisvipur yfir litla andlitið, og smábros lék um varir hennar; hún fór fúslega heim með ókunna manninum. * * * Kringum þrjár milur frá Sing-Sing stendur litið, snoturt hús. Kringum það er dálítill mat- jurtagarður og blómagarður. Þar býr maður á bezta aldri með einkadóttur sinni. Dyggilega hefir hún rækt skyldur sínar og uppfylt síðustu ósk deyjandi móður. Og afbrotamaðurinn, sem áður var, er nú guðhræddur, dugandi starfs- maður. (Lauslega þýtt af J. H.) gkuggsjd. Hraðrilari einn í Berlín á Þýzkalandi misti atvinnu sína um langt skeið. Hugkvæmdist honum þá að leita gæfunnar á annan hátt. Hann fór i kirkju hvert skifti, þegar heldri mað- ur var jarðaður og hraðritaði líkræðu prestsins, og vélritaði hana síðan. Þá hélt hann heim til nánustu ættingja hins látna — til að selja lík- ræðuna orðrétta. Fyrirtækið hepnaðist svo vel, að nú hefir hann 5 aðstoðarmenn til að hrað- rita líkræður. Því að allir vilja eiga líkræð- urnar orðréttar, til minningar um látna ástvin- inn. En hvort prestunum líkar þetta vel eða illa, getur verið álitamál. Frakknesk kona gerði nýlega tilraun til að drekkja sér í Rhonefljótinu. Hún átti tvo hunda, sem henni þótti vænt um, og vildi ekki

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.