Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 55 skilja þá eftir í veraldarsollinum. Hún batt því báða hundana í band við mitti sér og steypti sér í fljótið. En hundunum þótti þeir kveðja heim- inn í ótíma, og drógu konuna að landi — og björguðu með því lífi hennar. Stærsta sagnarit í heimi er sagan um borg arastríðið í Bandaríkjunum, sem er gefin út á kostnað Bandaríkjastjórnarinnar. Sagan er í 120 stórum bindum og i hverju bindi eru þús- und blaðsiður. Henni fylgir og stór landabréfa- bók í 30 bindum! Til þess að koma þessu rit- verki fyrir, þarf eigandi þess að ætla því níu metra langa bókahyllu. Hún vegur um 260 kgr. Bókin var gefin út smámsaman í heftum, 1100 talsins, og maður, sem gerðist áskrifandi þegar hann var 30 ára, var orðinn fullra 40 ára áður en hann fékk siðasta heftið. Utgáfu- kostnaðurinn var geisimikill, hljóp reikningur- inn 93,750,000 kr. Flestar bifreiðar i heimi á indverskur fursti, Hadarabad að nafni. Á hann yfir 400 bifreiðar, sem hann notar ýmist sjálfur eða konur hans. Hann á sem sé um 200 konur. Fyrir skömmu tóku menn eftir því í Brist- ol á Englandi, að asfaltið í einu strætinu rifn- aði upp hvað eftir annað. Það var þvi rifið upp og kom þá í ljós að gorkúlur, sem náð höfðu að þróast þar, eyðilögðu það. Á eynni Sumatra vex blóm eitt, er heitir Rafflesía Arnóedi, og er stærsta blóm í heimi. Blómhringurinn er 1 metri í þvermál, og veg- ur 6 kgr. Blómið þarf um 9 lítra vatns á dag. í Stokkhólmi eru 80 þús. símaáskrifendur. Eftir því hefir fimti hver maður í borginni síma heima hjá sér. 120 kolamokara þarf til að hita undir kötlunum á Imperator, stærsta skipi heimsins. Framan við Búddamusterið í Tókíó í Jap- an er stærsta klukka í heimi. Hún vegur um 871,800 kgr., og þarf þvi mjög mikið afl til að hringja henni. Hún er ferfalt stærri en hin fræga kirkjuklukka í Moskva á Rússlandi, sem er 20 metrar að ummáli og 6,30 metra að þver- máli. Nýlega var seldur í Munchen vasaklútur, sem tónskáldið mikla, Rikard Wagner átti, og var með fangamarki hans, og var greitt fyrir hann 13,000 kr. í Cirkus í Kristjaníu hefir bjarntrúður einn, Weisse að nafni, sýnt tamda birni. Tók hann upp á því meðal annars að kenna einum af björnum sínum hjólreiðar, og lét hann björninn síðan ríða um hallargarðinn, þar sem hjólreið- ar eru bannaðar. Hann vissi það gerla, að þetta varðaði við lög, en hélt áfram engu að' síður. Lögreglan sagði, að allir væri jafnir fyr- ir lögunum, jafnt birnir sem menn, og málsókn hafin gegn birninum. En bjarntrúðurinn þyk- ist munu sleppa vel frá þessum vandræðum, þvi að hann gæti látið sökudólginn „afplána sektina með einföldu fangelsi upp á vatn og brauð.“ Sé það konungalíf fyrir bangsa, en. sjálfur þurfi hann hvergi nærri að koma. Stærsta málverk í heirni er myndin af „Paradis“ eftir Tintoretto, frægan málara í Fen- eyjum, og er hún í stóra salnum i „IIertoga“- höllinni í Feneyjum. Hún er 25.62 metra löng og 10.37 metra há. I Mexíkó City er torg allmikið, eigi alllangt frá aðalstræti bæjarins. Þar er stór búð und- ir berum himni og þar seldir aðeins stolnir munir, Auðvitað selja þjófarnir ekki sjálfir þessa hluti, en hafa aðra fyrir sig. Getur mað- ur þar oft og einatl keypt dýrindis gripi fyrir lítið verð, því að áríðandi er að selja gripinn áður en eigandinn kemur og vitjar hans. Lundúnaborg, höfuðborg hins brezka ríkis, er hér um bil 26 kílómetra frá vestri til aust- urs og 19 frá norðri til suðurs. í henni er stærsta kirkja mótmælendatrúarmanna, Skt. Páls dómkirkjan, sem er 111 metra há, kostaði um 13,500,000 krónur og var 35 ár í smíðum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.