Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 59 ingum, en venjur ýmsar og siði frá Skyþýjum og Þrakverjum. Það er óneitanlega margt, sem bendir á að próf. Johnston hafi með sínum skarplegu rann- sóknum leyst gátuna: „Hvar lá Ófír?“ Eitt er þó sem hann tekur ekki með í skýrslu sinni, nfl. skýringu á hinu einkennilega sam- ræmi og skyldleika, sem i raun og veru virðist eiga sér stað millum fornaldarleifa frá Egyfta- landi og Yucatan í Mið-Ameríku, bæði hvað snertir hugmyndir og húsaskreytingu. Þetta samræmi virðist gera töluvert sennilega munn- mælasöguna um hið mikla meginland „Atlantis“, er tengt hafi Evrópu og Ameríku, en sokkið hafi i afarmiklum jarðumbrotum, frá þvi er ná- kvæmlega skýrt í þúsund ára gömlum handrit- um, sem fundist hafa í einum hallarrústunum í Yucatan. Þó svo sé að próf. Johnston hafi leyst þá spurningu, hvar Ófír hafi legið, er ekki þar með sagt, að hann hafi svarað spurningunni, — hver hafi fundið Ameríku, — heldur öllu fremur —- hver hafi fundið Austurleiðina þangað. fil hvers cr grasafrœðin? Eftir G. Hjaltason. X. Eins og drepið er á i I. árg. „Heimilsblaðs- ins“ (eftir G. Hjaltason) er öllu plönturíkinu skift í tvcer aðaldeildir, og heita blómleysingj- cir (eða gróplöntur) og blómplöntur. Hefir þar verið nokkuð minst á ýmsa nytsemi blóm- leysingjanna. Nú skal fara að minnast á ýmsa gagnsemi blómplantanna. Blómplöntunum er skift i tvcer fylkingar og heita þær: Berfræv- ingafylking og dulfrœvingafylking. Helztu blómplönturnar eru í. seinni fylkingunni. En plönturnar i berfrævingafylkingunni eru með ó- fullkomnum blómum. Nákvæmari lýsing áfylk- mgaeinkennum plantanna og annars yfir höfuð a skiftingum, sköpulagi og lifsskilyrðum plant- anna er að finna í hinum ágœtu bókum Stef- ans og Helga. En sérstaklega vil eg nú minn ast á hina mjju bók Stefáns: „Plönturnar„ (1913). Það er ágœt bók, og hafi maður svo „Flóru Islandsu með, þá hefur maður ágætar leiðbeiningar til að þekkja plönturnar hverja frá annari. En það er nú eiginlega nytsemi plantn- anna, sem eg ætla að tala um. XI. Berfrævingarnir. Hér á Iandi vex að eins ein plöntutegund af fylking þessari. Og það er einirinn. Gren- ið, furao og lævirkjatréð er af sömu fylkingu, einnig pinga og sýprusviður. Einir er góð og gömul lækningaplanta, og hefir einkum verið hafður í te við ýmsum nýrna og blöðrusjúk- dómum. Telur Dr. Sebastian Kneipp í lækn- ingabók sinni „Min Vanduru, 48. útgáfu 1895, og í annari bók sinni „Mit Testament“ einir góðan við steinsóttum ’og blöðrubólgu, lifrar- veiki og vindi, kýlum og gigt, einnig brjóstsviða. Og einirreykur eyðir líka sóttnæmi og gerir slæmt loft skárra. Ættu nú einhverjir lækninga- skörungar vorir að rannsaka einirinn vel, og gefa svo nákvæmari reglur fyrir noktun hans. Einir geymist vel, og hafa sumir haft hann í te daglega. En óvíst er nú hvert það er svo nytsamt læknismeðal, einnig kína og kamfóru- dropa, á ekki að hafa til daglegra naulna. Með því að venja sig á dropana gerir maður sig ómeðtækilegri fýrir lækninga áhrifum þeirra þegar mest riður á, eins er með fleiri meðöl. [Framh.]. ieijkitréð fruarinnar. Eftir Agneta Tyregod. [Framh.]. IV. Níels var búinn að vera heima i tvo mán- uði. Tíminn Ieið áður en varði, svo burtfarar- dagur hans nálgaðist. Kristínu þótti mjög leitt að missa þenna vin sinn, sem henni geðjaðist mjög vel að, og stöðugt fylgdi henni á skemtigöngum hennar, þeim báðum til mikillar ánægju. Gamla frúin gat ekki fylgst með þeim á göngum þeirra, en gladdist við að sjá þau sam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.