Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 4
58 HEIMILISBLAÐIÐ alli, en þó sí-ungri spurningu, nfl. hver hafi fundið Ameríku? Samgöngur hafa að líkindum átt sér stað milli hins gamla og nýja heims, löngu áður en Leifur hinn hepni fann Ameríku og það ekki aðeins af tilviljun eða um stundar sakir, því menning sú er Cortes og Spánverjar undruðust svo mjög er þeir stigu á meginland Ameríku, hefir að miklum likindum orðið fyrir áhrifum frá Kína, því á stjórnarárum Wuh-Tí keisara hér um bil 500 árum e. Kr. vita menn að hóp- ur Buddapresta ferðuðust til ókunnugs megin- lands í austri, er þeir töldu vera, sem aðeins gat verið Mexikó eða vesturströnd Ameríku, en hinar nýju rannsóknir próf. Johnstons mega að miklu leyti teljast sanna að aðrir ferðamenn Asíu-ættar, hafi þekt Ameríku löngu á undan Kínverjum. Próf. Johnston kemst að þeirri niðurstöðu með rannsóknum sínum að Ofír sé sama landið og meginland Ameríku, og æfintýramenn þeir sem sigldu frá Tarsus fyrir nærfelt 3000 árum síðan hafi fundið hana. Viðvíkjandi þessu hefir prófessorinn athugað þjóðlíf hinna eldri kynslóða beggja vegna Kyrrahafsins, hina gömlu amer- isku þjóðflokka: Azteka, Mayá ogTolteka, ásamt Gyðingum og Fönikumönnum, auk ibúa Kyrra- hafseyjanna: Maoría og Malaja, og hefir hann fundið með þessum rannsóknum sínum, margt sameiginlegt og mikið samræini í siðum þessara þjóða, sögum þeirra og þjóðareinkennum. Hin eina þjóð, sem próf. Johnston gatfund- ið frá þeim tíma, sem fær hefði verið til slíkra ferða voru Fönikar, og víst er það, að skip þau er þá voru notuð, voru miklu stærri í raun og veru, an alment er talið, sem sjá má af því er biblían segir frá, þar sem skip það er Páll post- uli ferðaðist með er hann leið skipbrot, hafði 276 menn innanborðs, og þegar Jósefus var kastað i hafið hafði skip hans 600 farþega. Það sem próf. Johnston hefir við að styðjast frá Austurlöndum, eru sagnir biblíunnar í Kon- unga og Kronikubókunum um ferðir Tarsus- skipanna til Ófír er komu aftur eftir þrjú ár með svo mikið silfur, að því var þá í Jerúsal- em „líkt við steina", auk gulls, fílabeins, apa og páfugla. í löndunum sunnan Miðjarðarhafs var svo lítið um silfur, að það var talið verð- mætara en gull, en það fanst aftur á móti á Spáni, en þangað sigldu skipin ekki, heldur í austurátt, og var þá meginland Ameríku fyrsta landið í þeirri átt sem auðugt var að silfri. I samband við þetta, setur próf. Johnston tímabil úr sagnabálki Azteka í Ameríku, sem kallað er „Votanska“ tímabilið eftir hálfguði ein- um, Votan að nafni sem á að hafa komið með nokkur stór skip að Kyrrahafsströndinni, hér um bil 1000 árum f. Kr. einmitt á sama tíma og sendiferðir konunganna Salómons og Hírams til Ófír byrja. Skipshöfn þessara Tarsusskipa, telur prófess- orinn líklegt, að hefir verið bæði af fólki Saló- mons og Hírams konungs, auk málaliðs af hin- um herskáu þjóðum, Skyþýum og Þrakverjum, er bæði Gyðingar og Föníkumenn tóku oft á rnála. Þar sem próf. Johnston gengur út frá þvi sem vissu, að Ameríka hafi verið takmark þess- ara ferða, hefir hann leitað upp sjálfa leiðina er þeir hafi farið. Venjuleg leið Föníkumanna til Indlands lá sunnan við Arabíu og svo með- fram austurströnd Indlands, og áframhald þeirr- ar leiðar, hlaut svo að liggja um Sumatra, Java, Torre-sund, Samoaeyjar, Tahiti og Páskaeyjar. Þessa leið hefir hann lannsakað alla og telur sig viðast hvar hafa fundið menjar Föníkumanna og fylgdarliðs þeirra, og kernst hann helzt að þeirri niðurstöðu, að málaliðið hafi verið skilið- eftir á þessum millistöðvum, til þess að gæta þeirra, en Fönikumenn og Gyðingar hafi sjálfir numið land í hinu nýfundna landi Ófír. Prófes- sorinn hefir i þessu sambandi, fundið ýms Sky- þýsk og Þrakversk nöfn á eyjunum og einkenni- legt samræmi i ýmsum siðum, — t. d. hörunds- flúr (Tatovering) Maorianna er mjög líkist Þrak- verja o. fl., o. fl. I stuttu máli, sé það margt í lifnaðarháttum og þekkingu innfæddra manna á. Kyrrahafs-eyjunum, sem bendi á utanaðkomandi áhrif. Tölvísi þeirra og hugmynd um alheim- inn, stjörnufræði og trúarbrögð séu auðsýnilega Fönisk að uppruna, en þjóðsagnir frá Gyðing- um runnar. Byggingarlist Mexikóbúa í fornöld,. telur hann runna frá Fönikum, lögin frá Gyð-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.