Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 8
62 HEIMILISBLAÐIÐ Upp hið týnda og gleymda gróf, glöggur blíndi, fœgði, skóf; altaf sýndi í sögnum hóf, svo gagnrýndi að þoldi próf. Lifði í ró og ráðgátum, ryki sló af þjóðsögnum, stundum bjó sig blekvœngjum, og björtum fló á hugmyndum. Fyrir liandan lög og lönd, laus við grand og hvers kyns bönd. vœngi þanda út fœr önd, athugandi spursmál vönd. Morgun fagur fléttar krans, og Frón-skáld brag á leiði hans. — Lifi saga merkismanns, mœt um daga þessa lands. §áit Sudmundsóon (Hjálnisstöðum). Höf. er beðinn velvirSingar á að vísurþess- ar eru hér birtar án leyfis. leilræði. Þar, sem GuS'setur þig, þar stattu öruggur og trúr. Gefirðu fljótt, gefurðu tvöfalt. Stór orð eru léttari til vigtar en dúnfjaðrir. Dauðinn sættir mann viS lífið. Sá verður þolinmóður, sem lærir að vona. Það er leyfilegt, sem vel á við. Tala skal í tíma, ef tilgangi skal ná. Auður gerir mann ekki meiri, hrós ekki belri. Oruggur hugur höndlar hamingjuna. Kærleiksverk gefa fegursta gleðidaga. Uggur ástarinnar sér langt. Hættan eykur hugprýðina. Af brauði og salti fá kinnar fagran roða. Það, sem lifgar, það er andinn. Friður nærir. Ófriður tærir. Skuldasafn veldur hugarangri. gvað verður atf bókunum? Þýzkt blað segir svo frá: Á Þýzkalandi einungis eru gefnar út árlega 30,000 bækur. Ætli maður, að hver bók sé að jafnaði 10 arkir (160 bls.) og upplagið sé að meðaltali 1000 eintök, fær maður út um 300 miljónir prentaðar arkir. Væri bókunum raðað hverri við aðra mundu þær þekja flöt, sem væri á stærð við Genfer-vatnið, eða hertogadæmið Sachsen-Koburg. Væri bókunum raðað í skáp, mundi þurfa 14,000 herbergi af venjulegri stærð, og húsaleig- an eftir þau yrði um 3 miljónir marka. Nokkur hluti bókanna fer til útlanda (en í stað þeirra er nokkuð ílutt inn af bókum aftur), — aðrar eru geymdar í bókasöfnum og hjá bóka- vinum, — en rneiri hlutinn lendir vanalega hjá pappirsverksmiðjunum aftur, með því það þykir fullsannað, að óprentaður pappír sé eflaust verð- meiri en sá, sem prentað hefir verið á. gieimsblaðið ,||imes‘ er pappírsfrekt í meira lagi. Það hefir keypt skógarflæmi í Kalíforniu, á stærð við Sjáland, og er þar nú risinn upp bær, með 500 íbúum, sem eru ýmist skógarhöggsmenn eða sögunarmenn. Trén, sem höggvin eru, eru flutt til Englands á sérstökum skipum, og er þar búinn til pappír úr þeim fyrir blaðið. Ætlað er, að skógarflæmi þetta muni ekki epdast nema nokkur ár, því Times eyðir daglega um 300 trjástofnum í pappír. Hvað endast skógarnir Iengi með því móti? tjrir 20 þúsund drum. Þetta er kannske hinn merkasti fornleyfa- fundur, sem heimurinn nokkurntíma hefir séð. Þeir komu heim til New-York 17. febr. kapteinn Besley frá London og félagar hans þrír. Þeir höfðu verið að rannsaka eyðimerkur, ókunnar bygðir, fjöll og firnindi í Perú í Suð- ur-Ameríku og Brasiiíu. Höfðu farið með hin- um efri kvíslum Amazon-fljótsins, Skjaldmeya- elfunni miklu og verið á ferðum þessum i tíu mánuði. Þeir fylgdu slóðum þeirra Cromer og Selj-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.