Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 3
8. tbl. III. árg. Reykjavík í ágúst 1914. SPPÍ á fjalli. Eftir Kr. Janson. Hve loftið er hreint og létt og svalt uppi’ á fjalli! Hve stórt er og frjálst og fagurt alt uppi' á fjálli! Og léttur er fótur, létt er brá, og létt er þunganum brjósti frá uppi’ á fjálli. Ó, kom þú úr dalnum djúpa nú upp á fjallið. Þig eftirá gleður gangan sú upp á fjállið. Hin blómlega hlíð þar sýnir sig, og sólargeislarnir elta þig upp á fjallið. 1 þrönga dalnum þér ofrnótt er. Kom á fjállið. Það grunar engan hve gott er hér. Kom á fjállið. Hér sérðu vítt yfir frónin fjœr. Hér finnst þér að sértu himni nœr. Kom á fjállið. Að gyltum beði nœr gengur sól bak við fjallið, og finna sér aftan skuggar skjól upp við fjallið í geislum baðar þá gjörvalt sig og glaðvœrir draumar hefja mig yfir fjallið. Lauslega þýtt nf Br. J. lafa föníkumenn fundið imeríku. (Að mestu eftir „Hjemmet“. Þýtt at' Þ. F.) „Hvar lá landið Ofír“? er ein af þeim spurn- ingum sem fræðimenn ýmsra þjóða öldum sam- an hafa leitað lausnar á. Hið eina sem vér vit- um um land þetta er frásögn biblíunnar, að Salómon konungur ísraelsmanna og Híram kon- ungur í Týrus gerðu út skip saman, — fyrir hér um bil 3000 árum siðan, — til landsins Ófir til þess að sækja gull og silfur o. fl. Skip þessi, er voru þrjú sarnan, komu fyrst aftur eftir þriggja ára tíma, og var gull það og silfur er þau fluttu, notað við byggingu musteris þess er Salómon lét reisa í Jerúsalem. Hið eina, sem almenningur vissi um þetta málmauðga land, var það, að það lá einhvers* staðar hinumegin við Rauðahafið, og skipin þurftu þriggja ára tíma til hverrar ferðar; hinir einu er um þetta vissu frekar, voru hinir eið- svörnu stýrimenn og skipverjar. Þegar svo skip Föníkumanna,einhverraorsaka vegna, hættu þess- um ferðum, hvarf Ofir smátt og smátt í gleymsk- unnar djúp. Jafnvel Jósefur hinn frægi sagna- ritari Gyðinga vissi ekki hvar það lá, því frá dögum Salómons til hans tíma, höfðu skjalasöfn musterisins þrisvar brunnið. Hann stóð i þeirri meiningu að þar væri aðeins um Indland að ræða. Síðan hafa ótal fræðimenn brotið heilann um þessa spurningu og leitað Ófír í Armeníu, Spán, Malakka, Ceylon o. v. og loks taldi þýski landkönnuðurinn Garl Peters hið gamla Ófír vera landspildu, rústum þakta, meðfram Zambesi-fljót- inu i Austur-Afríku. Eftir þvi sem útlend blöð skýra frá, telur amerískur fræðimaður, prófessor Crawford John- ston sig hafa nú fyrir stuttu leyst þá spurningu, hvar ófír hafi legið og um leið annari æfagam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.