Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 10
6é HEIMILISBLAÐIÐ miljónir, annars er likið eign okkar“. Ekkjan svaraði skjótt: „Eigið það j)á!“ Ur tíu-króna gullpeningi er hægt að búa til 8 km. langan þráð. Auðvitað er þessi þráð- ur undur mjór, aðeins Vioooo úr millimetra. I Ítalíu fæddist fyrir nokkru síðan ein- kennilegt lamb í heiminn. Skrokkarnir voru tveir, það var áttfætt, en hafði eitt höfuð. Lamb- ið lifði aðeins örfáar mínútur eftir fæðinguna. Dæmi þessu lík eru fátíð, en koma þó fyrir bæði hjá mönnum og dýrum. Stærstu farþegjaskip heimsins þurfa 3 min. til að stöðvast og á þessum 3 mín. hafa þau jafnvel farið míluáttung danskan, svo er skriðið mikið. Útsölumenn og kajjipendiir Heimilsblaðs- ins út um land, sem ekki hafa borgað blaðið fyrir þetta ár, bið eg svo vel gera, að senda borgunina með næsta pósti. — Líf og framtíð Heimilisblaðsins er í höndum kaupenda þess, því enginn sérstakur flokkur í landinu styrkir það með fjárframlögum. Það sem í vanskilum verður með blaðið, vill útgefandinn bæta úr, þótt ekki séu vanskilin altaf honum að kenna. Það er sorglegur sannleiki, að stórar blaðasend- ingar tapast oft, sem með póstinum hafa send- ar verið. En slikt lendir ætið á afgreiðslunni, skuldinni skelt á hana, og er kaupendum og útsölumönnum nokkur vorkun í því efni. En blöðin hér í Reykjavík kvarta svo alment yfir vanskilum á póstsendingum, að ástæða er til að ætla, að póstafgreiðslan sé sumstaðar í miklu ólagi. í garði þeim, sem heyrir til höllinni Os- borne á eynni Wight, vex myrtusviður, sem er frægur vegna þess, að allar brúðir i ensku konungsættinni bera eina eða fleiri greinar i brúðarvendi sína af þessum myrtusviði. Blómvöndur sá, sem Alexandra drotning bar við brúðkaup sitt var t. d. skreyttur mörg- um greinumSaf þessum viði. Blómsturvasinn var úr silfurbergi og allur settur gimsteinum. Hann var gjöf frá indverskum höfðingja. III Arg. | Keykjavlk i &Rú8t Fyrsta tölublað af þessum árgangi er þrotið. Það verður endurprentað. Utg. biður á með- an þá, sem pantað hafa blaðið síðan það þraut, að vera þolinmóða. Þeim skal verða sent það strax og það er prentað, Bræðurnir, heitir ein af langbeztu og nafn- kendustu sögum enska skáldsins Rider Haggards. Stórmerkileg saga. Hún byrjar að koma út í Heimilsblaðinu innan skams. Hún er löng og verður því lengi að koma. En smærri sögur verða hafðar með, eins og verið hefir hingað til. Kaupcndur blaðsins austanfjalls borgi blaðið til Andrésar Jónssonar kaupmanns á Eyrarbakka. Þar eystra hefir blaðið mikinn fjölda kaupenda, og treystir útgefandi þvi, að þeir, sem ekki eru búnir að borga það, geri svo vel og láti það ekki bregðast að borga það i haust- kauptíðinni. Kaupendur blaðsins í Reykjavík sem ekki hafa borgað blaðið, eru vinsamlega beðnir að vitja þess til útgefanda á Lindargötu 34, því það verður ekki borið heim til þeirra fyr en þeir hafa borgað. Eru þá lika beðnir að gera að- vart ef breyting verður á um bústaði. Barnablaðið „Æskan“ kemur út í Reykja- vik mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þ'ess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalbjörn Stefdnsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 síður á mánuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði", eft- ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og óbyrgðarmaður: Jón Helgason prentari F élagsprentBmiðj an.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.