Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 61 hamingjusöm, en það er veslings drengurinn minn.“ „Já, segið honum hve sorgbitin eg er, og það með, að eg muni aldrei gleyma honum né yður. Hér hef eg lifað sælustu stundir lífs míns.“ Kristín leit í kringum sig, eins og hún væri að kveðja alt það fagra, er var umhverfir hana. „Þú talar eins og þú ætlir að fara burt“, sagði gamla frúin. „Það geri eg líka. Eftir þetta get eg ekki verið hér lengur. Þvi þegar Níels kemur heim aftur, mundi hann forðast mig, og það yrði okkur báðum erfitt Nei eg verð að fara, því fyr, því betra, og þér verðið að fyrirgefa mér, að eg fer héðan á þenna hátt“. Þegar Kristín var komin upp í herbergi sitt, fór hún yfir það alt i huganum, sem skeð hafði. Hún heyrði enn þá rödd gömlu frúarinn- ar, þegar hún var að reyna að telja hana á að vera kyrra, og hve ákveðið hún hafði aftekið það. Hún hafði sagt að hún ætlaði að fara . . . Það hafði að visu verið létt að segja, en nú þegar átti að gera alvöru úr því, korn henni í hug, að hún hefði engan stað vísan. Bara að hún gæti nú fengið vist, helzt þar sem hún hefði mikið að starfa, svo hún hefði ekki tima til að hugsa um annað. Hún þekti alls engan.— Jú, nú flaug henni í hug, að Pétur frá „Matseljudal“ hafði óskað eftir, að hafa hana til þess.að stjórna búi sinu. Þangað ætlaði hún nú til þess að sjá hvort hann hefði meint það, sem hann hafði sagt við hana. Vildi hann ekki hafa hana, mundi hún finna annan, sem hefði hennar þörf. þær grétu báðar, hún og gamla frúin, yfir því, að verða að skilja, en Kristín lofaði að láta hana vita hið fyrsta, hvernig sér liði. [Framh.] |uðmundur Jjaltason hefir ferðast um Norðurland í vetur og haldið fyrirlestra þar, 80 alls. Hann hefir ferðast um Skagafjarðar-, Húna- vatns- og Eyjafjarðarsýslu. Flesta fyrirlestrana hefir hann haldið í ungmennafélögum og fyrir þau, og enn nokkra á skólum og á einstökum bæjum. 500 fyrirlestra er Guðmundur búinn ;að flytja íslenzkum áheyrendum síðan hann kom heim til ættjarðar sinnar fyrir 5 árum síðan. Flesta auðvitað í æskulýðsfélögum. Væri vei ef æskulýðurinn íslenzki hefði lagt á minnið alt það góða: fróðleik og lífsvísdóm, sem Guðmund- hefir veitt í ríkum mæli. Frægustu mentamála- frömuðir Norðmanna svo sem t d. Vexelsen og M. Skard, sögðu svo sá heyrði, er þetta ritar, að G. H. væri bezti alþýðufræðari, sem þeir hefðu þekt. Mikið lætur G. H. vel yfir ferð sinni um Norðurland, ágætar viðtökur alstaðar og vel- vild og íslenzk gestrisni hvar sem hann fór. Og G. H. á það skilið að honum sé vel tek- ið meðal lánda sinna, því hann hefir haldið uppi heiðri ættjarðarinnar og verið henni til gagns og sóma utanlands og innan. Guð gefi að hans megi sem lengst njóta við enn. Ilf inningarvisur um lEfrgnjúlf ||ónsson frá ^inna-^úpi, (Kveðið er höf. frétti Iút hans). Dísin þyngir höfuð hvur, heimspekingur stórvitur, Hels við dyngju er lágt lagður Ijóðmœringur Brynjúlfur. Kveikt liann hafði í hugsun bál, hvar við tafði svarastál, starfs til krafði sina sál, sögn í vafði fagurt mál. Sárt leitandi sannleik að; — síreiknandi dœmið það, manns hvað anda er afmarkað yfir handan tíð og stað. Betur sá en sérhver hinn, sem í gáir handritin{n), leitin þrá, og listnœmin(n) Ijósi brá á sagnfrceðin(n).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.