Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 2

Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 2
HEIMILISBLAÐIÐ mykjuskán, sé hann sótthæfur. Hrákinn þornar upp, ílytst á skónum eða pilsfaldi kvenfólksins eða með dragsúgnum í baðstofu og bæjarhús. A einstaka bæ eru göngin jafuvel hál og sleip af hráka þeirra er tyggja tóbak eða eru brjóst- veikir; ekki þarf heldur nema einn gikk í hverja veiðistöð; þeir eru jafnaðarlegast fleiri en einn á bæ, sem eiga hlut að máli. Það er viðbjóðslega óþrifalegt að hrækja á gólfið; það er með öllu ósamboðið hreinlætis- og þrifnaðar-tilfinningu þeirri, sem siðaðir menn eiga að vera gæddir; það er mjög oft háska- legt og hættulegt fyrir lif og heilsu sambýlis- manns þess eða þein'a, er það gjöra, svo og annaia. Margir menn hafa herklaskemdir í lungum, eða menjar þeirra; 7. hverjum manni er á sóttarsæng deyr, lóar berklaveikin; veikin dylst og þrásinnis með mönnum; geta því verið sýnilega heilbrigðij', með berklaskemdir í sér eða þeirj-a menjar; þær batna oft lil fulls eða breiðast lítið út. Líkskurðir hafa fært mönuum heim sanninn um það, hve veiki þessi er geysi- lega útbreidd; 2/3 eða 3/4 allra krufinna lika, hafa í sér berklahreiður, þó oft sé í mjög smá- um stíl. Það stendur opinn voði af tæringarveikum mönuum, ef þeir hrækja á gólfið eða áu íláta, sem sérstakrar hirðu þurfa með, og hættan getur verið, þó i smærri stíl sé, af fjölda þeirra manna, sem veikin dylst í, en eru sýnilega heilbrigðir og ganga til allrar vinnu ósjúkir; en gæta eigi varúðar með uppgang frá brjósti, ef hann er, eða þegar hann er. Það stendur opinn voði af tæringarveikum mönnum, sem hrækja á gólfið, eins og lirein- gerningu er enn þá víða til hagað á bæjum, og mun hér siðar á það drepið. Berklagerlarnir leggja venjulega leið sina til heilbrigðu mannanna í hóstaysjuni sjúklings- ins eða hráka, sem þornar upp og þyrlast i ryki inn um öudunarfærin, i lungun; sýkin berst þannig tíðast mann frá manni, og hefur orðið að því meini, sem raun hefir bezt sýnt vitni, og bent er á hér að framan. Kvefsótt berst og þannig mann frá uianni í hráka, hor, slími og uppgangi, svo og ýmsar næmar sóttir t. d. iniluensa, mislingar skarlats- sótt, barnaveiki o. fl. Af þessu má sjá, að ýmsar sóttir þ. e. or- sakir þeirra, nota hráka, brjóstuppgang og hor eins og nokkurskonar þjóðbraut til að ferðast eftir, komast í áfanga. Þetta er nóg til að sýna ykkur fram á, hversu háskalegt það er að hrækja á gólfið. Sami viðbjóður og hætta er því samfara að hrækja á alfaravegi, götur og gatnamót. Kvenfólkið með siðu pilsin fer ekki varhluta af óþverranum. Hvar eiga menn að hrækja? Viða á bæj- um eru nú til hrákadallar, sem mönnum er ætlað að brækja í, þó menn syndgi oft í þvi, að gjöra það ekki; þykir það eigi fyrirhafnar- laust. Hrákadallana ætlu menn að nota nieir en gert hefir verið og gert er. Menn eiga að hafa i þeim 2 °/0 Kreolinvatn (Kreolin er allvíð- ast til á heimilum) eða ef það vantar, vatnslögg, votan sand eða sag í; bezl væri að brenna eða sjóða það sem i þá kernur, en með því að það er ærin fyrirhöfn og tafsamt og eigi liklegt til fylgis, verður að gefa önnur handhægari ráð. Hverjum sveitabónda er kleift að hafa 3ja álna djúpa gryfju og nál. V/2 á br., utan túns, fjarri vatnshóli eða vatni sem notað er til bús- þarfa; þarf vel felt lok yfir, þegar gryfjan er x/2 orðin skal fylla hana með mold og tyrfa síðan. Gryfjuna mætti og bafa stærri eða minni eftir þörfum; þar eru hrákadallarnir tæmdir. Einnig má tæma úr döllunum ef sótthreins- unarvatn t. d. 4 °/0 kreolín vatn var í þeim í rennandi vatn lækjar eða ár, sem eigi er notað til neyzlu af öðrum. I kauptúnum þar sem safngryfjur eru ber að sótthreiusa vandlega úr döllunum t. d. með kreolíni, sé tæmt úr þeim í gryfjurnar. Einnig má sótthreinsa sjálfar gryfjurnar, ef hentara þykir. Greindar aðferðir mega teljast hættulausar í samanburði við þann óþrifnað að hrækja á gólfið. Brjóstveikir inenn eiga að hafa hrákabauka, inni og úti; þeir fást i lyfjabúðum. Innihald þeirra á að sjóðast eða brenna. Þetta er kent sjúklingum á Yifilsstaðahælinu, og öðrum hælis- sjúklingum, ásamt ýmsum fleiri varúðarreglum, og þvi mega þeir teljast hættulausir í sambúð við aðra.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.