Heimilisblaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
13
„YiS verðum aS láta síga undan“, sagði God-
vin loks. Þvi hér er vegurinu breiSari og hægara
að komast að baki okkur“.
Þeir véku til baka hægt og hægt, en höfðu
altaf augun á óvinurn sínum.
„Þá erum við hingað komnir“, sagði God-
vin og brosti ofurlítið. En ertu nokkuð særð-
ur bróðir minn?“.
„Nei“, svaraði Wulf. En brostu ekki fyr en
bardaginn er á enda, því margir eru eftirenn,
sem brátt munu ráðast á okkur enn ákafar en
áður, en Guði sé lof fyrir að þeir hafa hvorki
spjót né boga að vopni.“ Hann sneri sér við
og rendi augum yfir víkina; langt frá landi sá
hann gráa hestinn synda sterklega með byrði
sína. Vegna straumsins gat hann ekki synt
beint yfir um, og sá Rósamunda því hverju
fram fór og veifaði því til þeirra silkislæðu er
hún hafði yfir sér.
Þó foringi óvinanna hvetti menn sína til
atlögu, héldu þeir sér í hæfilegri fjarlægð frá
sverðum bræðranna, og í stað þess að gera á-
hlaup svipuðust þeir um eftir steinum til að
grýta þá með, en þar var ekki um annað að
gera en stórgrýti sem ekki varð við ráðið.
Maður sá í óvinaliðinu sem kallaður var
»herra“, talaði enn á ný við túlk sinn, og hlupu
þá sumir þeirra inn i runnana og komu þaðan
með árarnar úr bátnum. „Hvað eigum við að taka
til bragðs, bróðir?“ sagði Godvin, „Nú ætla
þeir að gera útaf við okkur með árunum“.
»Það vil eg ekki“, sagði Wulf, „en það skiftir
núnstu hvað um okkur verður, ef Rósamunda
frelsast bæði frá bárunum og ræningjunum, en
héðanaf mundu þeir varla ná henni, því þegar
við erum frá, eiga þeir eftir að leysa bátinn og
korna sér fyrir í honum.“
Meðan Wulf var að tala, rak Godvin upp
óp og rétti upp hendurnar og hneig áfram á
kné sín. Einn óvinanna, er þeir hugðu dáinn,
var kominn á fætur og hélt alblóðugu sverði
1 hendinni. Wulf særði hann síðan banasári
eftir skamma vörn. Godvin var særður á höfð-
inu og rann blóðið í augu hans og blindaði
^ann. „Frelsaðu sjálfan þig Wulf! Það er úti
nm mig,“ stundi hann upp.
„Nei sem betur fer er það ekki, því þá
gætir þú ekki talað“, svaraði Wulf og tók yfir
um hann og kysti á enni hans. Síðan greip
hann bróður sinn og bar hann eins og barn í
fanginu þangað sem hestarnir stóðu og lyfti
honum á bak.
„Þú verður að hatda þér föstum eftir megnr
í faxið og hnakkinn“, sagði hann, „máske mér
takist enn að frelsa þig“.
Wulf hljóp á bak reiðskjóta sínum, og vafði
taumnum af hesti Godvins uni handlegg sér.
Ræningjarnir sáu nú hvar hestar tveir komu
á harða stökki utan brúna. Á öðrum þeirra sat
ungur maður Ijóshærður, með höfuð alhlóðugt
og hélt sér dauðahaldi í fax reiðskjótans en á
hinum sat Wulf hermannlegur á að líta; augu
hans tindruðu og andlit hans var þrungið af
reiði. Hann sveiflaði blóðugu sverðinu og hróp-
aði nú hárri röddu, í annað sinn þenna dag
herópið gamla: „Mætið d’Arcy! Mætið dauðan-
aum!“
Ovinirnir ruddusl nú á móti þeim með ópi
og eggjan og höfðu árarnar fyrir sér. Wulf
knúði hestana áfram og þar sem þeir voru
vanir burtreiðum ruddu þeir sér áfram og sóp-
uðu árunum frá sér sem grasstráum. Nú blik-
uðu mörg sverð á lofti og Wulf fann að hann
særðist, en vissi óglögt hvar, hann brá líka
sverði sínu og sá er fyrir því varð féll, en það
var ekki tími til meira.
Hestarnir þutu nú áfram og Godvin hékk
enn á baki. Grái hesturinn var Iíka rétt kom-
inn að landi hinumegin við víkina. Þeim var
borgið! En fyrir augum Wulfs sló roða á alt
umhverfis, honum virtist alt vera sem eldur
brennandi, og jörðin ganga í bylgjum.
Ópin fyrir aftan þá dóu í fjarska, svo ekk-
ert heyrðist nema hófadynur hestanna, sem
varð æ veikari og óskírari, og dó loks út, em
myrkur og þögn féll yfir meðvitund Wulfs.
Framh.
A. : Hversvegna talaði presturinn svonafjarska
hátt yfir gröfinni hans Mikaels sáluga?
B. : Það veitti nú víst ekki af. Hann heyrði
ekki svo vel meðan hann lifði.