Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1915, Page 4

Heimilisblaðið - 01.03.1915, Page 4
20 HEIMILISBLAÐIÐ allar stéttir eins, í dauðans ofboði til að leita Drottins. En pví gera nú þjóðirnar þetta? Því hugga þær sig ekki við veraldlegu mentunina, við vísindin og listirnar? Eru þær að missa traustið á menningunni? Því hrakar — þjóð- irnar eru að verða dauðhrœddar við ástand- ið. — Þær sjá nú fyrst fyrir alvöru, að menn- ingin ein ætlar ekki að duga mikið. Magnleysi hennar í að greiða úr mestu vandamálunum afhjúpast dag frá degi. Það er hún, en ekki trúin, sem ætlar að verða mest gjaldþrota. Neyðin er að reka heiminn til að leita Guðs. Eins og maður sem ætlar að drukna kallar ó- sjálfrátt á hjálp þótt hann ekki viti að nein hjálp sé nærri. Eins gerir mannkynið nú. Guð- leysingjarnir sjálfir kalla á Guð. En bænheyrsl- an fer sjálfsagt eftir þvi hvernig beðið er. Sé beðið i anda Faðirvorsins, þá hjálpar bænin eitthvað; sé öðrum beðið ills, þá er hún verri en engin bæn. II. Friðarhugsjón yfirkiskups Svía. Nathan Söderblom heitir núverandi yíir- biskup Svía. Hann er einhver hinn voldugasti, göfugasti og vitrasti kirkjuhöfðingi sem nú er uppi. Hann hefir nýlega gert tilraun til að fá kirkjuhöfðingja Evrópu til að „skrifa nöfn sín undir áskorun til ríkjanna í Evrópu um að gera það sem þau megna til þess að gjöra enda á styrjöldinni, svo fljótt sem auðið er. Nokkra hefir hann fengið til að skrifa undir á- skorun þessa. En samt hvorki æðsta biskup Englands eða æðsta kirkjuhöfðingja Þýskalands“. (Högskolebladet 15. des. 1914). Hann hefir samið fyrirtaksgóða ritgerð,, Kyrk- an ock kriget'1, og þar segir hann meðal ann- ars að þýskur trúboði skrifar svo: „Eg held það sé eitt af ætlunarverkum sænsku kristninn- ar og kirkjunnar, sem næst þýskalandi og Eng- landi er stærsta evangeliska þjóðin, að hjálpa til að sætta England og Þýskaland.“ En biskupinn bætir því við, að ekki að eins sænska kirkjan, heldur einnig hinar norrænu kirkjurnar og eins kirkjur allra hinna hlutlausu þjóðanna eigi að hjálpa til að koma þessunr sættum á. (Frh. iarnslegt traust. Menn nokkrir, er ferðuðust um í Svissr höfðu ásett sér að fara upp á hátt fjall, en þektu ekki veginn þangað, sem var hættulegur. Þeir komu að býli einu þar sem fjárhirðarafjöl- skylda bjó, og var enginn heima nema lítil dóttir hjónanna. Hinir ókunnu menn hóðu þessa litlu, vingjarnlegu stúlku að vísa sér veginn, og gerði hún það undir eins. Hún gekk á undan þeim, yfir mjóa og tæpa stíga, fram hjá gljúfr- um og gjám, mjög lipurlega, og án þess að stansa. Það var auðséð að hún hafði tekið að sér verk, sem hún var fær um að leysa vel af hendi! A einum stað í hömrunum óx óvanalega fagurt hlóm utan í snarbröttum halla. Ferða- mennina langaði til að ná þessu blómi, og hafa það með sér, en enginn af þeim treysti sér þangað niður að ná því, þareð alla svimaði að horfa niður. Þeir spurðu þá hina litlu stúlku, hvert hún treysti sér að sækja það. þar sem hún væri vön að ferðast um i fjöllunum. Hún horfði niður og hristi höfuðið. Þeir buðu henni peninga, en hún þekti hættuna, og lét ekki slíkt freista sín. Þá huðu þeir henni, að hinda um hana festi svo hún mætti vera óhrædd um að' hún hrapaði. En hún leit á þá fast, og alvar- lega og mælti: „Eg skildi gera það undireins, ef faðir minn héldi í endann.“ — — - — — Að eins að við öll værum þannig trúuð, sem þessi litla stúlka. Við sem eigum þann föð- ur er miklu er meiri og kærleiksríkar en nokk- ur jarðneskur faðir. Guðs börn geta með fullu trausti sagt: „Þegar eg er í nn'ns föðurs hönd- um, óttast eg enga hættu, þvi hann hefir mátt- inn, viljann og kærleikann. I hans höndum er eg ugglaus, því hann sleppir mér ekki.“ Á. J. þýddi.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.