Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 8
40 HEIMILISBLAÐIÐ kassa. Við nánari athugun fundust þar hvorki nieira eða minna en 29,000 krónur í banka- seðlum. Árið 1657 var te svo dýrt, að pundið kost- aði um 200 krónur. Blað eitt í Berlín hefir læknir í sinni þjón- ustu einungis til þess að vitja þeirra kaupenda sinna sem læknishjálpar þarfnast, auðvitað þeim að kostnaðarlausu. Þessara hlunninda verða þó aðeins þeir aðnjótandi, sem eru fastir árs- kaupendur. Það er ekki lítið sem kostar viðhald hins tnikla herliðs, sem nú er sent til vígvallanna víðs- vegar um heiminn. Til dæmis er hér yfirlit yfir það, sem ein þýzk herdeild þarfnast dag hvern til helztu lífsnauðsynja. Herdeildin telur 40,000 hermenn. Hún eyðir sem hér segir: 3000 pd. af kjöti, 1000 pd. af hrísgrjónum, 200 pd. af kaffi, og salt fyrir sömu upphæð, 6000 pd. af brauði, 2000 pd. af ýmiskonar grænmeti, auk margra annara smærri útgjalda. Kaupmaður einn í Lundúnum var kærður fyrir að hafa haft opna búð á sunnudegi. Hann var dæmdur til að greiða 10 shillings í sekt. Hann taldi fram upphæðina í eintómum Far- things (smæstu koparmynt, sem til er í Englandi). Dómendurnir neituðu að veita sektarfénu mót- töku í svo smárri mynt, og gáfu kaupmannin- um 24 klst. frest, en að þeim tíma liðnum skyldi hann greiða féð í stærri mynt. Næsta dag mætti hann í réttarsalnum með Iagasyrpu í hend- inni, og sýndi dómendunum svart á hvítu, að samkvæmt gildandi landslögum væri heimilt að greiða sekt í koparpeningum, sem ekki færi fram úr 2 sterlingspundum. Þeir létu sér þetta vel lynda, og ætluðu að veita sektarfénu mót- töku, en þá sýndi hann þeim annan lagastaf, Sem sýndi, að réttvísin ekki gat krafist sektar- fjár, sem hún einu sinni hafði neitað að veita móttöku. — Allir í réttarsalnum hlógu — nema réttvísin sjálf. Mjög er áríðandi, að kaupendur blaðsins verði samtaka um það að borga blaðið skil- víslega. Altaf eykst kaupendatala blaðsins. Nokkrar pantanir koma með því nær hverri póstferð, — og mörg hlý og vingjarnleg orð fær útgefandi blaðsins frá útsölumönnum þess og einstökum kaupendum. Og ekki verður annað sagt, en að yfirleitt hafi kaupendur verið skil- vísir þau 3 ár, sem blaðið hefir komið út, treystir útgefandi að svo muni einnig framvegis verða. — Nokkrir eiga þó óborgað fyrir árið 1914 og væntir útg. að þeir láti það ekki drag- ast lengur. — Kaupendur austanfjalls borgi blaðið framvegis, eius og síðastl. ár, lil herra kaup- manns Andrésar Jónssonar á Eyrarbakka. FANNEY, barnabók með myndum, 5 hefti alls, kostar 50 aura hvert. Agæt barnabók. Fæst hjá öllum bóksölum. BarnaMaðið „Æskan“ kemur út í Reykja- vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. Dýraverndarinn kemur út í Reykja- vík fjórum sinnum á ári í 16 blaða broti. Kost- ar 50 aura árgangurinn en 15 aura í lausasölu. Utgefandi Dýraverndunarfélag Islands. Fæst hjá Jóh. Ögm. Oddssyni kaupmanni Laugeveg 63. Kaupið málgagn munaðarleysingjanna! SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari. Félagsprentsmiajan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.