Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 4
66 HEIMILISBLAÐIÐ siðan tekið sér vetursetu í kaupstöðunum, verið þar starflausir og gereytt sumararðinum; hlaup- ið þannig frá einu til annars, stefnulausir og óákveðnir, óánægðir með þetta alt, og siðan fallið í faðm ógæfunnar. Flestum gæfubrigðum veldur það, lang- flestir ógœfumenn eru orðnir það af því, að þeir hafa ofsnemma slitið sig frd heim- ilunum, áður en þeir höfðu fundið nokkurt tak- mark að keppa að, og hugsað sér stefnuna til þess. Það er í mínum augum lífsskilyrði, og eina örugga og vissa leiðin til sannrar farsæld- ar og gæfu, að hver einasti maður setji sér snemma eitthvert mark, eitthvert ákveðið mið; ákveði snemma þá stöðu í þjóðfélaginu, sem hann ætlar sér að starfa i á fullorðinsaldri. Þá getur hann valið sér þær leiðir til lærdóms, not- ið þess náms, sem haldgott er, og honum við hæfi, með fullri vissu um góðan árangur. Hann verður gæfumaður. Heill og hamingja hvers þjóðfélags byggist á heimilunum. Hvert heimili er ofurlítið ríki, og heimilisfólkið ofurlítil sérstök þjóð. Frá heim- ilunum koma allir fram til lifsbaráttunnar, vel týgjaðir og sigursælir í henni, ef heimilin eru góð; vanbúnir og gjarnir til undanhaldsins, ef þau eru slæm. Heimilin eru, eins og eg gat um áðan, kjarni sá og undirrót, sem þjóðirnar vaxa af. Sé sá kjarni að feyskjast, þá er þjóð- unum búið víst böl. Því það er ekki nein til- viljun, að allir okkar beztu menn, t. d. á síð- ustu öld, voru komnir frá góðum heimilum, og höfðu notið þeirra lengur en ná gerist alment um þá menn er nú ganga mentaveginn. Og það er því heldur ekki nein tilviljun, að okkar „beztu“ menn eru tiltölulega færri nú. Það er eðlileg og sjálfsögð afleiðing þess, að nú eru þau færri en áður, góðu heimilin, og áhrifa þeirra á einstaklinginn gætir nú minna. Við erum farnir að vanrækja heimilin; hætt- ir að virða það. sem vert er að eiga, gott heim- ili, sem þó er bezta eign hvers manns. Við er- um ennfremur hættir að hafa trú á því, að fram- tíð okkar geti blessast í ríkjum feðra okkar og mæðra. Við leitum því gæfunnar annarsstaðar, í öðrum hlutum, á öðrum sviðum. Fjarlægðar- blámi breytinganna freistar okkar. En „holt er heima hvað“, og get eg ekki stilt mig um, að taka hér upp tvö vísuerindi eftir uppáhalds- skáldið mitt; Taktu staf þér í hönd, gakktu langt út í lönd, burt frá átthögum æskunnar heima. Lærðu hugsunarhátt þeirra þjóða sem mátt. Leita grun af þér, láttu þig dreyma. Studdur stafinn þinn á, eftir flökkuár fá, alt ef lærðist, en ekkert þér gleymdist; sjá að lokum munt samt, leitað langt yfir skamt var að hlut, sem að heimlendis geymdist. Mun nú ekki einmitt svona farið fyrir mörg- um okkar, að við hlaupum burt frá gæfunni tit að leita hennar. Mér getur ekki dulist það, að þetta stefnu- leysi okkar yngri manna margra, þetta sundur- lyndi í sálunni og los í hugsunum hefir valdið flestum gæfubrigðum, og veikt mest kraftana. Það hefir því aldrei verið eins kallandi þörf og einmitt núna, að hér yrði staðar numið og snú- ið við; aldrei eins bráð nauðsyn og núna, að- við allir, hver Islendingur, legðum fram krafta okkar, heila og óskifta, með stórum hug og sterkum vilja til að jafna misfellurnar sem orðn- ar eru í þjóðlifi okkar. Eg trúi á sigur þess góða; og eg trúi því, ef við setjum okkur þetta fastlega, og breytum eftir því, að sá tími muni koma, ef ekki i okk- ar tíð, þá í tið barna vorra og afkomenda, að- allir Islendingar verði gæfumenn í góðu landi. Og það er takmarkið, sem við eigum öll vissu- lega að keppa að. Konan, sem kærleiks með yl kaldlyndi og óblíðu myldar færandi á betri veg flest, — fram kemur því, sem hún vill. Schiller.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.