Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 10
72 HEIMILISBLAÐIÐ „ÞaS er stutt og einfalt. Vilt þú lofa mér því að verða konan mín?“ Hún hallaði sér aftur á bak upp að kirkju- veggnum. „Faðir minn —“ byrjaði hún. „Rósamunda, eg hefi leyfi hans“. „Hvernig get eg svarað, er þú sjálfur hefir bannað mér það?“ „Fyrst á morgun á sama tíma. En nú bið eg þig að hlusta á mig Rósamunda. Við erum brœðrabörn og alin upp saman, að undanskyld- um þeim tíma er eg tók þátt í skozka stríðinu, höfum við ætíð verið saman. Þessvegna þekkj- um við vel hvort annað, svo vel sem nokkrar persónur ógiftar geta þekst. Því veist þú að eg hefi ætíð elskað þig, fyrst sem bróðir elskar systir sína, og nú sem maður elskar konu“. „Nei, Godvin, eg vissi það ekki. Eg hélt að hjarta þitt, sem svo oft áður, væri annar- staðar“. „Annarstaðar? Hjá hverri —?“ „Ekki hjá neinni konu, heldur í draumum þínum“. „Draumum? Hvaða draumum?“ „Eg veit ekki. Máske um hluti sem ekki finnast hér — hluti sem eru miklu æðri en kvenpersóna“. „Frænka, þú hefir að vissu leyti rétt að mæla. Það er ekki aðeins hinn ytri kvenleiki þinn sem eg elska heldur einnig andi þinn. Já, þú ert mér vissulega draumur, táknmynd alls þess sem er göfugt, háleitt og hreint. í þér og með þér tigna eg 'og tilbið þann himin sem eg vona að hljóta með þér“. „Draumur? Táknmynd? Himinn? Eru þetta ekki of dýrmætir dýrgripir til þess að setja i samband við eina kvenmannsmynd, sem má- ske virtist þér, þegar til kæmi, bleik og skinin beinagrind, skreytt gulli og gimsteinum, sem þú mundir svo fyrirlíta vegn blekkingar er þú sjálfur ættir sök í en ekki hún. Slikt skraut er hugarflug þitt, myndin getur aðeins samrýmst englum og ásýnd þeirra“. „Það getur samrýmst ásýnd þess er verða mun engill“. Framhald. Það hefir oft verið tekið fram, að ódýrleiki Heimilisblaðsins miðist við það, að blaðið sé borgað þegar eftir móttöku fyrsta tölublaðs hvers árgangs. Að minsta kosti dragist það ekki lengi fram eftir árinu. Margir góðir útsölumenn og einstakir kaupendur hafa vel munað þessa reglu. En þó vilja sumir gleyma henni. Sér- staklega þar sem einstökum kaupendum er sent blaðið, og ekki eru útsölumenn, sem hafi inn- heimtuna á hendi. Það er ógerlegt að senda blaðið til Iengdar mönnum, sem engin skil gera. Því þó útgef. geri sér von um að fá blaðgjöldin borguð hjá þeim við hentugleika, þá geta þeir skift um bú- staði, og engin trygging fyrir, að þeir nokkurn- tíma fái blaðið. Af hendingu hefir útgef. þann- ig fengið upplýsingar um einstaka kaupendur. Það er áríðandi að kaupendur láti afgreiðslu blaðsins vita um það, ef þeir hafa bústaðaskifti. Um næstu áramót verða því allir þeir, scm þá kynnu að skulda fyrir árin 1913— 1914 settir á aukaskrá og þeim ekki sent Maðið fyr en þcir liafasentMaðgjöldsín, eða skrifað útg. um ástæðuna fyrir því, að þeir ekki kafa horgað. Þetta er ekki gert af tortryggni til manna, heldur til þess, að hafa á nauðsynlega reglu með innheimtu og útseudingu blaðsins, því máske valda stundum vanskil á blaðinu þvi, að borgun er ekki send, en úr þvi vill útgef. bæta. Árnesingar og Rangvellingar horgi hlað- ið til kaiipm. Andrésar Jónssonar á Eyr- arhakka. Aðrir heint til útgefanda. SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og óbyrgðarmaður: Jón Helyason prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.